Föstudagur 24.janúar 2020
Fókus

Gárungar gera stólpagrín að ungum Sjálfstæðismönnum: „Það þarf svo rækilega að bróka þetta lið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur vakið mikla athygli í netheimum eftir nýjasta uppátæki þeirra.

Uppátækið sem um ræðir er einhvers konar afbrigði af vísu Jóhannesar úr Kötlu um Stekkjastaur. Búið er að breyta vísunni í einhvers konar áróður fyrir flokkinn um að það eigi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Hér fyrir neðan má sjá tíst ungu sjálfstæðismannana. „Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila,“ segja ungu sjálfstæðismennirnir ennfremur í athugasemd við myndina. „Tilvist RÚV á auglýsingamarkaði er þar engin undantekning. Mun skynsamlegra væri að fjarlægja RÚV af þeim markaði, í stað þess að ráðast í beinar niðurgreiðslur sem setja enn eina atvinnugreinina á spena ríkisins.“

Eins og áður segir hefur uppátækið vakið mikla athygli en þó hefur ekki verið tekið vel í það. „Getiði sleppt því að blanda saman ykkar áróðri við jólin,“ er meðal þess sem fólk hefur um tístið að segja. Kona nokkur veltir því fyrir sér hvort Brian Pilkinton, sem teiknaði myndina, hafi gefið leyfi fyrir notkun myndarinnar. „Því það er galið að tala endalaust um eignaréttinn en virða svo ekki höfundarrétt listamanna.“ DV hafði samband við Brian Pilkington sem sagðist ekki hafa gefið ungu sjálfstæðismönnunum leyfi fyrir notkun myndarinnar. Brian sagði þá þó hafa heyrt í sér eftir slæmu viðbrögðin og boðið honum eitthvað til að leysa málin.

Hjalti nokkur bendir á að Jóhannes úr Kötlum hafi verið róttækur vinstrimaður og að hann hafi setið á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn. Sigrún nokkur er ekki sátt með tístið og spyr hvort það sé ekkert heilagt fyrir ungu sjálfstæðismönnunum. „Þið megið eiga nasistaáróðurinn alein en plís látið Jóhannes úr Kötlum eiga sig! Plús þetta er algert hnoð og ekki einu sinni fyndið og eiginlega pínlega Miðflokkslegt!“ Þá segir Snorri nokkur að það þurfi að gera eitthvað í málunum. „Það þarf svo rækilega að bróka þetta lið“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðjón og Brynjar slátra Tinder lauginni – „Allt við þetta var ógeðslegt“

Guðjón og Brynjar slátra Tinder lauginni – „Allt við þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?