Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fókus

Mynd dagsins: Sturluð græðgi í ferðamennskunni

Fókus
Þriðjudaginn 10. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Græðgi í ferðaþjónustunni er ekki ný af nálinni hér á landi. Reglulega berast fréttir af fólki sem missir andlitið yfir verðlagningu á vörum eins og tertusneiðum. Það má þó segja að mynd dagsins í dag varpi enn skýrara ljósi á þá miklu græðgi sem á sér stað í ferðaþjónustu hér á landi.

Það vakti mikla athygli hér á landi í febrúar árið 2016 þegar Hótel Adam seldi gestum sínum vatn á 400 krónur kom úr sömu krönum og gestir hótelsins höfðu verið varaðir við að drekka úr. Hótelið uppskar mikla gagnrýni fyrir þetta en svo virðist vera sem aðrir ferðamannastaðir hafi ekki lært af þessu.

Facebook-síðan Íslendingar síðkapítalismans deildi mynd í dag sem sýnir það hversu mikil græðgin getur verið í ferðaþjónustunni.

Eins og sjá má á myndinni hefur þessi ferðamannastaður tekið upp á því að rukka heilar 300 krónur fyrir heitt vatn. Telst það vægast sagt óeðlilegt þar sem vatnið kemur að öllum líkindum úr krananum auk þess sem kostnaðurinn við það að hita upp vatnið er hlægilega lítill. Þessi ferðamannastaður hefur líka gengið langt í merkingum á brúsanum til að vekja athygli á því að heita vatnið sé sko alls ekki ókeypis með stórum merkingum á 2 mismunandi tungumálum.

Hvað segir þú lesandi góður, er þetta hámark græðginnar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallur Dan selur slotið – Sjáið myndirnar

Hallur Dan selur slotið – Sjáið myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnusíli í Söngvakeppninni

Stjörnusíli í Söngvakeppninni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svört fortíð lagahöfundar í Söngvakeppninni – Vildi að Actavis framleiddi „sæðispillur“

Svört fortíð lagahöfundar í Söngvakeppninni – Vildi að Actavis framleiddi „sæðispillur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar opna sig upp á gátt: Borgaraleg handtaka, landamærasmygl og geirvörtulokkar – „Rænd á spítala í Costa Rica og handsömuð af amerískum trúboðum“

Íslendingar opna sig upp á gátt: Borgaraleg handtaka, landamærasmygl og geirvörtulokkar – „Rænd á spítala í Costa Rica og handsömuð af amerískum trúboðum“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“