fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

Högni spáir dauða Samherja innan árs: „Þú hringir ekki í gamlan vin til að redda þér úr svoleiðis máli!“

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Högni Egilsson, yfirleitt kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, kemur með áhugaverða greiningu á Samherjamálinu á Twitter. Þar spáir hann því að mútumálið í Namibíu muni leiða til endaloka fyrirtækisins.

„Ég spái því að Samherji verði ekki fyrirtæki eftir 12 mánuði.  Allir erlendir samstarfsaðilar hvítþvo sig frá þessu alþjóðlega spillingarmáli og í fljótu bragði dvína viðskipti og fjárhagur þurrkast upp,“ skrifar Högni.

Hann segir að þar sem fyrirtækið er með í starfsemi í Bandaríkjunum þá gæti það verið dregið til saka þar. „Ofaná það hefur SH starfsemi í Ameríku og versla með ameríska dollara sem þýðir að fyrirtækið fellur undir amerísk lög. „The Foreign Corruption Practise Act“ FCPA, lög sem sett voru 1977, hindrar amerískum fyrirtækjum að spilla erlendum embættismönnum og og felur það undir „the Department of Justice“ að dæma í þeim málum.  Þetta mál er augljóslega komið inná borð til þeirra, sem gæti þýtt allt uppí 5 ár af fangelsi og sekt sem nemur 3 falt á þann gróða sem múturnar sköpuðu,“ segir Högni.

Sumir hafa lýst yfir efasemdum um að íslenskt dómskerfi hafi burði í að taka á Samherjamálinu vegna tengsla fyrirtækisins við stjórnmálamenn. Högni telur að það muni ekki bjarga fyrirtækinu og segir að lokum um mögulega rannsókn Bandaríkjamanna: „Og þú hringir ekki í gamlan vin til að redda þér úr svoleiðis máli!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn

Drífa Snædal: Hrægammarnir reyna að endurskipuleggja auðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“