Sunnudagur 26.janúar 2020
Fókus

5 hlutir sem þú vissir ekki um Aðalstein Kjartans

Fókus
Laugardaginn 30. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson hefur haft í mörg horn að líta síðustu vikur og mánuði vegna umfjöllunar um Samherjaskjölin fyrir Kveik. En hver er þessi Aðalsteinn?

1. Margfaldur meistari

Aðalsteinn æfði dans í fjölmörg ár og hefur unnið býsnin öll af titlum á því sviði. Var hann um tíma talinn einn besti dansari landsins og þótti hann sýna afbragðstakta á dansgólfinu. Hann dansaði með Eddu Guðrúnu Gísladóttur fram til ársins 2004 og gerði síðan garðinn frægan með Rakel Guðmundsdóttur.

2. Sjónvarpsstjarna

Þótt sjónvarpsáhorfendur séu orðnir vanir því núna að horfa á Aðalstein á skjánum þá er þónokkuð síðan hann reyndi fyrst fyrir sér í sjónvarpi. Hann keppti til úrslita í fyrstu seríu af dansþættinum Dans Dans Dans á RÚV árið 2011 ásamt fyrrnefndri Rakel. Þau þurftu að lúta í lægra haldi fyrir sigurvegaranum Berglindi Ýri Karlsdóttur.

3. Jafnaðarmaður

Áður en blaðamennskan kallaði af fullum þunga á Aðalstein var hann virkur í starfi Samfylkingarinnar. Hann var á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar árið 2009, nánar tiltekið í fjórtánda sæti. Í fyrsta sæti á þeim lista var Árni Páll Árnason. Andstæðingar rannsóknarblaðamennsku hafa einmitt notað pólitísk tengsl Aðalsteins gegn honum.

4. Kattavinur

Það muna eflaust einhverjir eftir hægvarpinu Keeping Up With The Kattarshians sem streymt var beint á Nútímanum árið 2017. Í varpinu var fylgst með köttum í sérhönnuðu húsi allan sólarhringinn, en kettirnir áttu það sameiginlegt að vanta heimili. Aðalsteinn tók eina kattastjörnuna að sér og gaf högnanum nafnið Tommi.

5. Hatar Hvolpasveit

Oft er það svo að þeir sem elska ketti þola ekki hunda. Aðalsteinn komst einmitt í bobba fyrir hundalæti í Morgunútvarpinu árið 2016. Þá sagði hann í beinni útsendingu að honum fyndist Hvolpasveitin, eitt vinsælasta barnaefni heims, leiðinlegt. Uppi varð fótur og fit og fékk Aðalsteinn fjölda skilaboða um að hann hefði grætt barn og annað. Svo fór að Aðalsteinn þurfti að biðjast formlega afsökunar á þessum ummælum á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúnar og Nína höfð að háði og spotti – Telja kotasælu lækna krabbamein

Rúnar og Nína höfð að háði og spotti – Telja kotasælu lækna krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 6 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?