fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Valgeir gerði allt vitlaust þegar hann sagði Ladda látinn: „Ég fékk alveg sjúklega mikið af haturspósti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 13:00

Valgeir Elís. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Elís er 31 árs og býr í Keflavík. Kannski kannast einhverjir landsmenn við hann sem manninn sem sagði Ladda látinn í fyrra. Valgeir var greindur með geðhvarfasýki 2 í byrjun árs 2019 sem útskýrði ýmislegt í fari hans.

Valgeir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss. Við ræddum um Ladda og ástæðuna fyrir því að Valgeir sagði hann látinn. Valgeir segist hafa verið óafvitandi í „bullandi maníu“ á þeim tíma en vill þó ekki nota það sem afsökun.

„Mér til varnar, en kannski ekki til varnar, en þá bjó ég ekki myndina til,“ segir Valgeir og vísar í myndina sem hann deildi af Ladda sem gaf í skyn að hann væri látinn.

„Ég sá myndina hjá öðrum manni í Keflavík, sem ég ætla ekki að nefna á nafn, og deildi þeirri mynd. En um leið og ég var búinn að því þá eyddi hann sinni mynd út, og það varð allt brjálað, fokking brjálað.“

Facebook-síða Valgeirs var og er opin þannig hver sem er gat séð færsluna. „Ég svaraði engum ummælum við myndina og svo fór sonur Ladda að skrifa við myndina og mér fannst mjög fyndið að eyða þeim ummælum. Ég veit ekki af hverju. Svo allt í einu sprakk þetta. Ég bjóst ekki við að þetta yrði svona, engan veginn,“ segir Valgeir.

„Ég fékk alveg sjúklega mikið af haturspósti. Fólk var að segja hvað ég væri ömurlegur og ógeðslegur og hvað ég ætti aldrei að gera þetta. Vinnan mín fékk sendan póst um „þennan homma sem er að vinna þarna“ og bara endalaust.“

Valgeir Elís er mjög virkur á samfélagsmiðlum og heldur úti opnum Snapchat-reikningi, @valgeirelis. Það er einnig hægt að fylgjast með honum á Instagram @valgeirelis.

Valgeir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Þú getur einnig lesið viðtalið við Valgeir í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns

5 uppáhalds skip Önnu Kristjáns
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni

Hulda fékk furðulega beiðni um brjóstamynd frá ókunnugum karlmanni