fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Sólrún og Camilla botna ekkert í Neytendastofu: „Þarna er strax farið upp á móti manni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2019 09:18

Sólrún Diego og Camilla Rut. Samsett mynd: Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri Neytendastofu, gestur í Brennslunni á FM957 og ræddi um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið höfðu tveir áhrifavaldar samband við Brennsluna og vildu segja „hina hliðina.“ Þær Camilla Rut og Sólrún Diego.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Sólrún Diego braut lög fyrir dulda auglýsingu á samfélagsmiðlum. Færsla hennar um vöru þótti ekki nógu vel kynnt að hún hafi verið sett fram í viðskiptalegum tilgangi.

Í Brennslunni gengst Sólrún við því að letrið í myndbandinu hafi mátt vera stærra, en hún kveðst hafa sagt í myndbandinu að hún hafi fengið skóna að gjöf.

„Vissulega mátti samstarf standa stærra, en var ekki að pæla í því því ég segi það í myndbandinu,“ segir Sólrún Diego. „Ég tek það skýrt fram hef ég vanalega haft samstarfið stærra en það var það ekki þarna.“

Gráa svæðið

„Þarna er gráa svæðið mjög óþægileg staða fyrir alla. Þann sem er í þessu, fylgjandann og Neytendastofu. Þeir [í Neytendastofu] segja að það sé nóg að það komi skýrt fram að um samstarf sé að ræða hvernig sem það er,“ segir Sólrún.

Þetta gráa svæði sem þær vísa í er það sem Þórunn kom inn á í viðtalinu í gær, að áhrifavaldar verða að meta að hverju sinni ef um samstarf er að ræða. Tóku þáttastjórnendur Brennslunnar og Þórunn dæmi í gær að ef áhrifavaldur fengi þyrluflug að gjöf frá vini sínum, ætti hann að greina frá því ef hann sýnir frá fluginu. Sólrún og Camilla sögðust vera hissa yfir svari Þórunnar og þær myndu telja að þarna þyrfti að greina frá samstarfi.

„Þetta gráa svæði er frekar erfið staða og ætti ekki að vera valmöguleiki að mínu mati,“ segir Sólrún.

„Það sem mér finnst leiðinlegast í þessu er að Neytendastofa reynir ekki að vinna með mér þarna […] Þarna er strax farið upp á móti manni,“ segir Sólrún og bætir við að Neytendastofa hafi ekki haft samband við hana til að fá myndbandið, því umrædd mynd sem hún var dæmd brotleg fyrir er skjáskot úr myndbandi.

Sólrún og Camilla spyrja sig líka af hverju aðrir áhrifavaldar komast upp með duldar auglýsingar. „Af hverju á ég að merkja eitthvað en ekki annar?“ Segir Sólrún.

„Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að það sé gegnsæi á milli okkar og fylgjanda […] Auðvitað viljum við merkja allt og allt komi fram en það er spurning um hvað er nóg?“ Segir Camilla Rut og bætir við að hún hefur rýnt í reglur Neytendastofu og talað við lögfræðing.

„Við höfum haft samband við Neytendastofu og boðist til að setjast niður með þeim,“ segir hún.

„Það sem ég komst að þegar ég rýndi í þessar reglur […] þá eru reglurnar bara yfir blöð og tímarit, bloggfærslur, Facebook myndir og Instagram myndir. Það eru engar reglur um Story og ég held að það sé þetta gráa svæði sem allir hlaupa hauslausir um,“ segir Camilla Rut og bætir við að hún vonist til þess að Neytendastofa sé reiðubúin að setjast niður með þeim og ræða hvaða stefnu er hægt að taka svo það komi vel út fyrir alla.

Þær nefna að lögin sem Neytendastofa styðst við eru fimm ára gömul og þörf er á endurskoðun. „Það er 2019 og ótrúlega margir sem nýta þessa miðla […] en það eru engar reglur um Story,“ segir Camilla Rut.

„Það er mjög þreytt að það er alltaf verið að stilla manni upp á móti einhverjum,“ segir Sólrún Diego.

Sjá einnig: Sólrún Diego skorar á Neytendastofu

Rauði þráðurinn

Camilla segir að þær hafa haft samband við Neytendastofu og óskað eftir fundi með þeim. „Við vonum innilega að þau vilji setjast niður með okkur,“ segir hún. Sólrún bætir við: „Helst fyrir áramót.“

„Þetta er fólk sem er ekki að þrífast daglega í þessu eins og við, kannski er það „win win“ fyrir alla að við segjum hvernig þetta virkar fyrir okkur […] Kannski sjá þau ekki alla vinkla því þau eru ekki í þessu eins og við,“ segir Sólrún og bætir við.

„Rauði þráðurinn í þessu er sá að allir vilja vinna saman en einhvern veginn er það ekki að ganga upp […] Það eru allir í einhverri baráttu sem er ótrúlega leiðinlegt […] Það er ótrúlega leiðinlegt að vera ásakaður um eitthvað sem maður heldur að maður sé að gera rétt, leiðinlegt til lengdar.“

„Rauði þráðurinn er að við viljum öll að neytandinn sé upplýstur,“ segir Camilla Rut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Í gær

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram