fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Sunneva leysir vandamál konu – Gerir hana óða hvernig þjálfarinn hvíslar: „Það var lagið skvísa“

Fókus
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandamálið er vikulegur liður í útvarpsþættinum Tala saman á Útvarp101. Þáttastjórnendur fá til sín gest sem leysir vandamál hlustenda og að þessu sinni er það áhrifavaldurinn Sunneva Einars sem leggur fram aðstoð sína.

Sunneva leysir tvö vandamál í þættinum og er hið seinna frekar flókið. Vandamálið er svo hljóðandi.

„Þannig er mál með vexti að ég og maðurinn minn erum búin að vera  saman í níu ár eða síðan við vorum að byrja í menntó. Við eigum saman tvö yndisleg börn sem við elskum út af lífinu. Eldri dóttir okkar á eftir að verða handboltastjarna, ég er að segja ykkur það. En það er annað mál,“ segir konan sem lýsir stöðunni sem „erfiðri.“

„Eftir báðar meðgöngurnar mætti segja að ég og maðurinn minn hefðum misst okkur aðeins í snakkinu. Bættum töluvert á okkur og hættum að hugsa um líkamann. En ég tók mig á, fór til einkaþjálfara og hef náð töluverðum árangri. Annað en maðurinn minn sem lítur varla upp úr pokanum. Eftir að hafa misst kílóin og fengið sjálfstraustið aftur finn ég hvernig ég dansa oft á línunni með þjálfaranum mínum. Hann er svo heitur! Mig langar svo í hann en ég vil ekki stofna fjölskyldunni minni í hættu. En hvernig hann hvíslar í eyrað á mér „duglega stelpa“ og „það var lagið skvísa,“ gerir mig alveg óða. Ég er frekar viss um að hann laðist að mér en hvernig get ég verið viss. Mig langar ekkert heitar en að láta hann umvefja mig með æðaberu mössuðu höndunum hans. Vona að þið getið aðstoðað. Kv. Gymsstelpan.“

Sunneva kemur með einfalt ráð við flóknum vanda, finna sér annan einkaþjálfara.

Hvað segja lesendur, hvað á „gymsstelpan“ að gera?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“

Faðir Aðalsteins svipti sig lífi – „Ég hugsa nánast um þetta á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?

Getur þú fundið hringina á sjónhverfingunni á innan við 10 sekúndum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil