fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Lára hjólar í útlendinga og segir hegðun þeirra viðbjóðslega og ókurteisa

Fókus
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Ómarsdóttir, fréttakona á RÚV, spyr nokkuð gildishlaðinnar spurningar innan Facebook-hópsins Iceland Q&A. Hún spyr hví útlendingar telja það í lagi snýta sér meðan þeir sitja að snæðingi. „Ástæðan fyrir því að ég spyr að þessu er mér finnst þetta viðbjóðslegt og ókurteist,“ skrifar Lára á ensku.

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið mikil viðbrögð en á tólf tímum eru athugasemdir orðnar nærri 150 talsins. Sumir segja að siður Íslendinga, að sjúga horið upp í nefið, sé nú síst skárri. Erlend kona spyr á móti hvað fólk eigi að gera í staðinn, fara á klósettið? Því svarar Lára: „Nú sjúga það upp eins og Íslendingar“. Konan svarar til baka „aðlaðandi“ og er ljóst að kaldhæðni liggur þar að baki.

Lára skýrir mál sitt nánar neðar í þræðinum: „Ég tel að það sé viðbjóðslegt að snýta sér meðan menn borða. Það er mun líklegra að aðrir smitist, sérstaklega meðan aðrir eru að borða. Ef þú kyngir horinu þá fer það einungis í magann á þér og leysist upp.“

Ljóst er þó að útlendingarnir í hópnum eru ekki alveg sammála þessu. Ísabel nokkur skrifar til baka: „Þú hlýtur að vera að grínast. Hvers vegna halda Íslendingar að það sé í lagi að ropa hátt, prumpa og, það sem verst er, ekki snýta sér í snýtupappír heldur kyngja horinu eins hávært og mögulegt er.“

Önnur kona, Tamara, segir að Lára myndi fá áfall ef hún færi til útlanda. „Hefur Lára farið út fyrir landssteinana? Hún myndi fá áfall þegar hún sæi allt sem er í lagi þar en ekki annarsstaðar.“

Hvað segja lesendur, hvort er betra að sjúga horið eða snýta sér?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Króli er Tóti tannálfur

Króli er Tóti tannálfur