Miðvikudagur 11.desember 2019
Fókus

Íslendingur vekur heimsathygli á YouTube: Milljónir hafa séð myndbandið – „Súrefnið er að klárast“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski kafarinn, Páll Sigurðsson, hefur vakið gríðarlega mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann deildi myndbandi á YouTube.

Í myndbandinu má sjá að lítill kolkrabbi hefur gert sig heimakæran í plastglasi í sjónum. Kafarinn reynir að sannfæra kolkrabbann um að flytja sig yfir í skel sem er mun betur í stakk búin en plastglasið til að verja kolkrabbann fyrir komandi rándýrum. „Við eyddum heillri köfun og mest öllum súrefnisbirgðunum okkar við það að bjarga kolkrabbanum frá því sem virtist vera grimmileg örlög,“ segir í lýsingu við myndbandið á YouTube.

„Teymi af köfurum er að leita að skeljum en súrefnið er að klárast,“ segir í texta í myndbandinu en kolkrabbar af þessari tegund eiga það til að vera mjög vandlátir þegar kemur að skeljavalinu. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6 milljónir manns horft á þetta magnaða myndband sem sjá má hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smiðsþokki menningarvitans

Smiðsþokki menningarvitans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“