fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hrafna loksins hreinskilin: „Ég er ekki skyldug til að segja ykkur allt um líf mitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. nóvember 2019 13:30

Hrafnhildur Rafnsdóttir nýtur mikilla vinsælda á YouTube. Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Rafnsdóttir heldur úti gríðarlega vinsælli YouTube-rás. Þegar DV talaði við hana í sumar var hún með rúmlega hundrað þúsund fylgjendur. Í dag er hún með yfir 170 þúsund fylgjendur.

Sjá einnig: Hrafna slær í gegn á YouTube: „Skil ekki alveg hvernig yfir hundrað þúsund manns nenna að horfa á mig“

Rásin hennar hefur stækkað því verulega ört síðustu mánuði og hefur það haft sína kosti sem og galla. Hrafnhildur, eða Hrafna eins og hún kallar sig, opnar sig um þetta í nýjasta YouTube-myndbandi sínu titlað „Loksins að vera hreinskilin.“

Síðustu mánuði hefur Hrafna gert mestmegnis myndbönd um Ísland og íslensku. Áður var hún vön að gera persónulegri myndbönd, en eftir að fylgjendahópur hennar stækkaði svona mikið hefur það reynst henni erfitt.

Sjá einnig: Þetta halda útlendingar um okkur: „Næstum hver einasti Íslendingur á hest“ 

„Ég á mjög erfitt með að opna mig fyrir framan myndavélina. Ég var vön að gera „persónulegri“ myndbönd fyrir löngu síðan. Ég talaði um einelti, þyngdartap og einkalíf mitt. Ég geri það ekki lengur. Það er eins og því fleiri fylgjendur sem ég hef, því hræddari er ég við að opna mig og tala um einkalíf mitt. YouTube-rásin mín sprakk í sumar. Ég byrjaði að gera myndbönd um Ísland og fékk svo marga nýja fylgjendur. Ég braut hundrað þúsund fylgjenda múrinn, og svo núna fjórum mánuðum seinna er ég komin með 170 þúsund fylgjendur. Þannig það eru alveg 70 þúsund nýir einstaklingar á fjórum mánuðum,“ segir Hrafna.

„Það er ógnandi að hafa 170 þúsund manns sem horfa á þig, dæma þig og hafa skoðun á þér. Það er ógnvekjandi. Það eru ekki bara fylgjendur mínir sem horfa á myndböndin mín. Það er líka fólk sem þekkir mig ekki og þekkja ekki gildin mín, fjölskyldulíf mitt og allt.“

Leiðinleg skilaboð

Hrafna segir skilaboð sem hún fékk á Instagram vera ásætðuna fyrir myndbandinu. Í þeim stóð að henni væri „alveg sama“ um fylgjendur sína og væri að vanrækja YouTube-rásina sína. Hrafna er með yfir 22 þúsund fylgjendur á Instagram.

„Ég fékk þessi skilaboð þegar ég hafði ekki deilt nýju myndbandi í tvær vikur. Ástæðan fyrir því var að ég var í prófum og gat ekki gert YouTube-myndband því ég var að læra,“ segir Hrafna.

„Mig langaði virkilega að segja við þessa manneskju að ég væri í fullu námi, í vinnu, geri YouTube, æfi CrossFit á hverjum degi og ég hreinskilnislega hef ekki nægan tíma til að gera myndband í hverri  viku. Mér finnst eins og flest ykkar hafa ekki hugmynd um hvernig venjulegur dagur er hjá mér. Ég vil breyta því […] En aftur, ógnvekjandi.“

Hrafna segir að það sé margt sem fylgjendur hennar vita ekki og nefnir að hún og kærasti hennar séu flutt inn saman.

„Ég deildi mynd af mér og kærastanum mínum á Instagram og það kommentaði manneskja við myndina: „Omg þú átt kærasta og þú sagðir okkur ekki frá því.“ Og ég svaraði og sagði að ég ætti mitt einkalíf og ég væri ekki skyldug til að segja ykkur allt um líf mitt þó ég geri YouTube-myndbönd.“

Hrafna opnar sig einnig um neikvæðu og ljótu skilaboðin sem hún fær stundum á Instagram.

Horfðu á myndband Hröfnu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt