fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fókus

Anna heilsaði Sigga Sigurjóns ítrekað á Tenerife en fékk aldrei svar – Sannleikurinn kom í ljós síðar

Fókus
Mánudaginn 25. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir flutti til Tenerife í haust og hefur það býsna gott ef marka má dagbókarfærslur hennar á Facebook. Anna segir þar skemmtilegar sögur af ævintýrum sínum og á laugardag birti hún eina sem hefur fengið marga til að brosa.

„Í gær átti ég erindi vestur í Ameríkuhverfi hér í Paradís,“ segir Anna en Paradís Önnu er Tenerife.

„Þegar ég gekk ströndina frá Los Cristianos og yfir á Vista ströndina heyrði ég marga Svía en þegar kom upp á Laugaveginn skipti tungumálið yfir í íslensku. Mætti meira að segja heilli rútu fullri af Íslendingum á vegum Vita-ferða.“

Á leiðinni til baka gekk Anna hratt eftir Vista-ströndinni og það var þá sem hún tók eftir hjónum sem voru á sömu leið og hún og fannst henni maðurinn eitthvað kunnuglegur.

„Er ég var komin framúr þeim snéri ég mér við og það fór ekkert á milli mála. Þarna var Siggi Sigurjóns kominn með skeggið eins og í kvikmyndinni Hrútar og sama brosmilda augnaráðið sem gerir Sigurð Sigurjónsson svo sérstakan. Ég kastaði á hann kveðju en hann svaraði engu og lét sem hann þekkti mig ekki. Allt í lagi hugsaði ég, þekkt fólk vill gjarnan vera í friði fyrir áreiti þegar það er í fríi á sólarströnd og ég hélt áfram í átt til Los Cristianos.“

Anna hélt för sinni áfram og við smábátahöfnina í Los Cristianos hitti hún nokkra Íslendinga sem hún spjallaði við áður en hún hélt áfram.

„Skömmu síðar gekk ég aftur framhjá Sigga Sigurjóns og frú og kastaði aftur á hann kveðju, en hann sinnti því í engu fremur en í fyrra skiptið og ég hélt áfram heim á leið,“ segir hún en það var þá sem hún fékk allan sannleikann um Tenerife-för okkar ástkæra leikara.

„Eftir að heim var komið ákvað ég að senda Sigurði kveðju enda vinur á Facebook, „ertu með alskegg á Tenerife núna“? Hann svaraði og harðneitaði slíku enda á kafi í verkefnum heima á Íslandi.

Þá vitum við að tvífari Sigga Sigurjóns er staddur í Paradís eins og við hin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 1 viku

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 1 viku

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið