Föstudagur 06.desember 2019
Fókus

Sigrún segist læknuð af vefjagigt eftir dáleiðslu – Ásdís hitti Guð – „Þú heldur örugglega að ég sé klikkuð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:00

Ásdís Olsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næsta þætti af Undir yfirborðið á Hringbraut skoðar þáttastjórnandinn Ásdís Olsen dáleiðslu. Hún ræðir meðal annars við Sigrúnu Björt, leikskólastjóra, sem segist hafa læknast af astma, ofnæmi og vefjagigt með dáleiðslu.

„Ég var búin að vera í rúm 20 ár að glíma við vefjagigt en þarna staldraði ég við, fórum yfir þessa þætti í huganum og viti menn, ég er laus við vefjagigt,“ segir Sigrún Björt í stiklu fyrir þáttinn.

Ásdís Olsen fer sjálf í dáleiðslu í þættinum hjá Ingibergi Þorkelssyni, skólastjóra Dáleiðsluskóla Íslands. Þetta var heldur betur upplifun fyrir Ásdísi, en hún kvaðst hafa verið í návist Guðs.

„Ég upplifði magnaða hluti í dáleiðslunni. Þú heldur örugglega að ég sé klikkuð og kannski er ég það, en þá er það mjög gott og eftirsóknarvert ástand get ég sagt þér,“ segir Ásdís á Hringbraut.

„Mér fannst Guð vera hjá mér og allt upplýst í kringum mig.  Mér fannst ég vera fullkomlega æðrulaus, örugg og óttalaus. Það var eins og egóið mitt gufaði upp og ég fann mig tilheyra, vera hluta af öllu og fann þennan óendanlega kærleika og löngun til að elska og þjóna.“

Í þættinum er einnig rætt við Sturla Johnsen heimilislækni sem segir dáleiðslu geta læknað kvíða og þunglyndi.

Þátturinn verður sýndur á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður