fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fókus

Sigga Beinteins keyrði sig út og fékk blóðtappa: „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu“

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sigga Beinteins fékk blóðtappa í september 2015 eftir að hafa keyrt sig út. Hún segir frá þessu í Ísland í dag.

Sigga var 49 ára þegar hún og fyrrverandi kona hennar Birna María Björnsdóttir eignuðust tvíbura. Hún segir að það sé töluvert álag að fara svona seint út í barneignir. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna,“ segir hún.

Bæði börnin voru erfið með svefn og voru vakandi á sitthvorum tímanum. Þau voru líka bæði veik, eitt með magakveisu og hitt eyrnabarn. Það olli miklu álagi og streitu. Á þessum tíma vann Sigga einnig mikið og minnkaði það ekki, þrátt fyrir viðvörun læknis.

Það kom svo að því að hún keyrði á vegg í september 2015. Hún vaknaði mjög þreytt ein morguninn, mun þreyttari en vanalega. Frekar en að hvíla sig ákvað hún að vinna í tölvunni. Hún fékk síðan símtal frá systur sinni, en átti skyndilega erfitt með að tala.

„Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér,“

segir Sigga. Hún segir að systir hennar hafi áttað sig á að það væri ekki allt með felldu og sagðist ætla að hringja aftur í hana eftir smá stund.

„Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild,“ segir Sigga.

Á spítalanum var hún spurð allskonar spurninga af taugalækni og gat ekki svarað auðveldri spurningu. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég sá þau í huganum, myndina af þeim og þau fyrir mér. En nöfnin á þeim komu löngu seinna. Ég sagði bara: „Fyrirgefðu en ég man ekki hvað þau heita.“ Komu allskonar nöfn [í hugann],“ segir Sigga.

Það kom í ljós að Sigga væri með nokkra blóðtappa á ferð í blóðrásinni. Hún var sett á blóðþynnandi lyf og er enn þá á þeim.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur