fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fókus

Eru þetta verstu tíst Íslendinga? – Bjarni Ben, Simmi Vill og pungurinn á Einari Ágústi

Fókus
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekingur og tíður pistlahöfundur á RÚV, varpaði fram áhugaverðri spurningu á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í gær.

Karl spurði hvað væri verst íslenska tíst þessa áratugar, en þegar þessi frétt er skrifuð hafa nokkur vel valin tíst verið tilnefnd.

 

Sjálfur tilnefndi Karl Ólafur nokkur tíst almannatengilsins Gísla F. Valdórssonar, sem honum hefur greinilega ekki þótt til fyrirmyndar.

 

Einnig var minnst á „jesus allir lúserar landsins mættir til að reyna að reyna fella kónginn.“ sem er frasi sem hefur lengi verið ansi vinsæll á Twitter.

 

Umdeilt tíst Sigmars Vilhjálmssonar, eða Simma Vill, fékk tilnefningu. Hann spurði á sínum tíma hvort hann ætti heima á Twitter, þar sem honum fannst að sér þrengt.

 

Fjármálaráðherrann, Bjarni Benidiktsson slapp ekki, en tilvitnun hans í Margaret Thatcher komst á blað.

 

Auk þess var minnst á tónlistarmanninn Einar Ágúst. Hann birti mynd af pungnum á sér á meðan Free the Nipple-byltingin var á hátindi sínum, ásamt textanum „#bringouttheballs is ON. Þetta bull um einhverja feministasamstöðu er í besta falli hallærislegt. Stay classy girls“. Tísti Einars hefur nú verið eytt.

Að lokum var minnst á Twitter-verjann Siffa G, sem talaði um rasshárapermanent og einnig var minnst konuna sem sagðist ekki ætla sér að skilja kommúnisma, kapítalisma, fasisma eða aðra isma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Neyðaróp um kvöld

Sakamál: Neyðaróp um kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 1 viku

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“