Laugardagur 14.desember 2019
Fókus

Íslenskar konur segja umdeildan gjafaleik svikamyllu – „ÞETTA ER SCAM OG ER ALDREI AÐ FARA AÐ GANGA UPP“

Fókus
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildur gjafaleikur fer aftur af stað á Facebook. Um er að ræða svokallaðan „Secret Sister“ gjafaleik. Leikurinn gengur út á það að þú sendir „leynivinkonu“ eina gjöf, og getur fengið 6-36 gjafir til baka. Allavega tvær konur hafa deilt færslu í Facebook-hópinn Beauty Tips þar sem þær óska eftir þátttakendum. Fyrri færslan hefur fengið þó nokkur viðbrögð og hafa 24 konur staðfest þátttöku sína. Hins vegar var þeirri færslu eytt á meðan greinin var skrifuð og ný færsla kom hennar í stað.

„SECRET SISTER is back! Ég er að leita að konum sem hafa áhuga á að skiptast á jólagjöfum. Það skiptir engu máli hvar þú átt heima – þú ert velkomin að vera með. Þú þarft bara að kaupa eina gjöf að andvirði 1000kr eða meira og senda til leynivinkonu þinnar og ÞÚ getur fengið 6-36 gjafir í staðin! Þetta er svo gaman, hugsið yklur að senda gjöf á gjörsamlega ókunnuga manneskju vitandi af því að það myndi gera daginn hjá henni örlítið betri. Láttu mig vita ef þú vilt vera með og ég sendi þér upplýsingar um þína leynivinkonu! Skildu eftir komment „ég er með!” Og ég sendi þér allar upplýsingar og leikreglur.“

Skjáskot/Facebook – Þessari færslu hefur verið eytt og er ný færsla komin hennar í stað.

En dæmið gengur ekki alveg upp eins og ein kona bendir á.

„Endilega láta konur samt vita að það eru alltaf MJÖG margar sem fá ENGA gjöf. Af því ef þú sendir eina gjöf og færð 6 gjafir til baka þá eru lágmark 5 sem fá ekkert, öðruvísi gengur dæmið ekki upp…. sem er glatað og enginn kærleikur í því. Mæli með leikjum þar sem allir fá eitt nafn til að senda, þannig fá allir gjöf og engin skilin útundan,“ segir ein kona í hópnum.

Varað við leiknum

Ef leitað er inn í Facebook-hópnum Beauty Tips þá má finna færslur um þennan gjafaleik frá því í fyrra.

„Í sambandi við SECRET SISTER fyrst bókstaflega allir eru að deila þessu. ÞETTA ER SCAM OG ER ALDREI AÐ FARA AÐ GANGA UPP,“ skrifar konan og deilir erlendri grein um málið.

Önnur varaði einnig við leiknum í fyrra og skrifaði: „Ekki vera bjánar.“

Leikurinn hefur einnig verið til umræðu undanfarinn sólarhring í Facebook-hópnum Góða Systir eftir að tvær konur vöruðu við honum.

Ein segir að þó þetta hljómi ótrúlega spennandi og skemmtilega þá endar þetta ekki vel. „Mörgum líður illa því sumir fá engar gjafir eða gjafir sem enda í ruslinu,“ segir hún.

Fjöldi kvenna hafa líkað við færsluna og tekið undir með konunni. Sumar segja að eftir að hafa reynt að gagnrýna leikinn þá voru þær blokkaðar.

Hin konan leggur til að í stað þess að konur séu að gefa hvor annarri „eitthvað dót/drasl [þá] myndi fólk frekar gefa peninginn til hjálparsamtaka eða gefa einhvern hlut áfram. Heimurinn okkar er að drukkna í drasli/plasti og ekki á það bætandi með svona leikjum.“

Hvað segja lesendur um leikinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ungur íslenskur drengur er leiður – „Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær“

Ungur íslenskur drengur er leiður – „Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðrik Ómar afhjúpar erfiðasta samstarfsmanninn: „Ég er alltaf að hugsa að hætta að vinna með honum“

Friðrik Ómar afhjúpar erfiðasta samstarfsmanninn: „Ég er alltaf að hugsa að hætta að vinna með honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu