fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Glæsilegustu silfurrefir Íslands

Fókus
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega er fjallað um eftirsóknarverðustu einstaklinga landsins, flottustu piparsveinana eða kynþokkafyllstu stjörnurnar. En einum hóp er gjarnan gleymt. Það eru silfurrefirnir, sem bera aldurinn vel.

DV ákvað að taka saman glæsilegustu silfurrefi Íslands.

Logi Bergmann

Logi Bergmann.

Logi Bergmann Eiðsson er kunnugur flestum landsmönnum. Hann er yngsti silfurrefurinn sem DV valdi, en ómissandi listanum.

Logi var sjónvarpsfréttamaður á Stöð 2 og er nú útvarpsmaður á K100 ásamt því að vera með þættina Með Loga á Sjónvarpi Símans. Logi giftist  sjónvarpskonunni Svanhildi Hólm Valsdóttur árið 2005. Logi mun fagna 53 ára afmæli í desember næstkomandi.

Kári Stefánsson

Kári Stefánsson.

Kári Stefánsson varð sjötugur í apríl á þessu ári og er sannkallaður silfurrefur með silfrað hár. Kári er taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrir um viku síðan vann hann hin alþjóðlegu KFJ-verðlaun sem veitt voru af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn.

Ragnar Axelsson

Ragnar Axelsson.

Ragnar Axelsson hefur undanfarin ár skapað sér stórt nafn í heimi alþjóðlegrar ljósmyndunar. Hann hefur slegið í gegn víðsvegar um heiminn og gefið út nokkrar ljósmyndabækur sem hafa slegið í gegn. Þessi hæfileikaríki silfurrefur er 61 árs.

Bogi Ágústsson

Bogi Ágústsson.

Hver þekkir ekki Boga? Bogi er  fréttamaður Ríkisútvarpsins og hefur verið einn af fréttalesurum Ríkissjónvarpsins síðan 1979. Í gegnum árin hefur Bogi gengt ýmsum störfum fyrir RÚV og var meðal annars forstöðumaður fréttasviðs og seinna frétta- og dagskráargerðamaður.

Bogi var skothelt val sem einn af glæsilegustu silfurrefum Íslands. Hann varð 67 ára í apríl síðastliðnum.

Bergur Þór Ingólfsson

Bergur Þór Ingólfsson.

Íslenski leikarinn Bergur Þór Ingólfsson fagnaði stórafmæli í byrjun ársins. Hann er fimmtugur, giftur og margra barna faðir. Hann hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu frá aldamótum sem leikari, leikskáld og leikstjóri. Hann hefur einnig komið fram á hvíta tjaldinu í myndinni Óróa og sló í gegn í þáttunum Case.

Baltasar Kormákur Samper

Baltasar Kormákur.

Baltasar Kormákur er einn þekktasti leikstjóri landsins. Hann er fæddur árið 1966 og var líklegast einn eftirsóttasti silfurrefur landsins þar til listakonan Sunneva Ása Weisschappel nældi sér í kappann.

Baltasar hefur leikstýrt fjölda mynda, eins og 101 Reykjavík, Mýrin og Everest. Hann leikstýrði einnig þáttunum Ófærð sem slógu í gegn.

Egill Ólafsson

Egill Ólafsson.

Þó Egill sé ekki með neina silfraða lokka þá er hann klárlega einn af glæsilegustu silfurrefum Íslands. Egill er 66 ára og hefur gert garðinn frægan sem söngvari, leikari, laga- og textahöfundur. Hann er giftur Tinnu Gunnlaugsdóttur, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra og eiga þau saman þrjú börn.

Hinrik Ólafsson

Hinrik Ólafsson. Mynd: Instagram

Að sjálfsögðu er ekki hægt að minnast á Egil og sleppa bróður hans Hinrik. Hinrik er tíu árum yngri en bróðir sinn en í svipuðum bransa. Hinrik er leikari og kannast örugglega margir við hann sem forsætisráðherrann í Ófærð.

Jói Fel

Jói Fel.

Jóhannes Felixson eða Jói Fel eins og hann er þekktur er örugglega vinsælasti bakari landsins. Hann á og rekur fjölda bakaría um land allt sem bera nafn hans. Jói Fel er óneitanlega einn af glæsilegustu silfurrefum Íslands.

Jói Fel er í sambúð með Kristínu Evu Sveinsdóttur. Hann á tvö börn, þau Rebekku og Jóa Fel Jr.

Hvað segja lesendur, vantar einhvern á listann?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi