fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin á landinu – Hús með innisundlaug á 230 milljónir

Fókus
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg er af auglýstum fasteignum um þessar mundir og lék DV forvitni á að vita hvaða einbýlishús væru þau dýrustu á landinu.

Ægisgata.

1. Ægisgata 4, 101 Reykjavík

Við Ægisgötu 4 í miðbæ Reykjavíkur stendur tæplega 370 fermetra einbýlishús sem skráð er sem þrjár íbúðir og verslun hjá Reykjavíkurborg. Sú skráning er hins vegar ekki í samræmi við núverandi fyrirkomulag hússins sem samanstendur af þremur hæðum og litlum kjallara. Húsið hefur verið nýtt sem gistiheimili og því býður það upp á mikla möguleika, hvort sem um stóra fjölskyldu er að ræða eða lítinn atvinnurekstur.

Ásett verð: 265.000.000 kr.

Sóleyjargata.

2. Sóleyjargata 29, 101 Reykjavík

Níu svefnherbergi og sjö baðherbergi prýða þetta reisulega einbýlishús við Sóleyjargötu í miðbæ Reykjavíkur og því tilvalið fyrir rekstur gistiheimilis. Húsið er fallegt, enda teiknað af arkitektinum Sigurði Guðmundssyni fyrir Thor Thors, en sá síðarnefndi var frumkvöðull nýrrar húsagerðar í anda Bauhaus stefnunnar.

Ásett verð: 240.000.000 kr.

3. Kvisthagi 12, 107 Reykjavík

Fyrir 230 milljónir króna er hægt að fjárfesta í einbýlishúsi á þremur hæðum við Kvisthaga. Húsið er búið fjórum baðherbergjum og fimm svefnherbergjum og ekki skemmir fyrir að því fylgir innisundlaug. Húsið er tæplega 430 fermetrar að stærð og fylgir því aukaíbúð á jarðhæð. Húsið er teiknað af arkitektinum Einari Sveinssyni og er glæsilegt í alla staði.

Ásett verð: 230.000.000 kr.

4. Bergstaðir, 801 Selfoss

Hér er um að ræða 55 hektara jörð við austurbakka Tungufljóts en á jörðinni er tæplega 230 fermetra steinsteypt einbýlishús sem búið er einu baðherbergi og þremur svefnherbergjum. Auk þess er rúmlega hundrað fermetra bílskúr frístandandi á lóðinni. Húsið skiptist í hæð og kjallara en kjallarinn hefur verið nýttur sem smíðaverkstæði, málningarstúdíó og sýningarsalur.

Ásett verð: 200.000.000 kr.

5. Aðalstræti 4, 600 Akureyri

Fimmta dýrasta einbýlishús landsins er Gamla Apótekið á Akureyri, en um er að ræða þrjár íbúðir með gistileyfi í nýlega endurbyggðu húsi. Þetta er svo sannarlega hús með sögu, en Gamla Apótekið var byggt árið 1859 og var á þeim tíma eitt glæsilegasta hús landsins. Minjavernd endurbyggði húsið frá grunni árið 206 og 2017. Heildarstærð hússins er 335,5 fermetrar og í kjallara er sauna og sturtur.

Ásett verð: 175.000.000 kr.

6. Aflakór 12, 203 Kópavogur

Við Aflakór í Kópavogi stendur rétt tæplega fjögur hundruð fermetra hús sem hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2014. Húsið er búið þremur baðherbergjum og þremur svefnherbergjum og var það byggt árið 2008. Allar innréttingar eru smekklegar og útsýnið ekki af verri endanum.

Ásett verð: 168.000.000 kr.

7. Túngata 38, 101 Reykjavík

Í hjarta Reykjavíkur er að finna rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús sem skiptist í tvær hæðir, kjallara og ris með bílskúr og vinnustofu á baklóð. Húsið er búið sex svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og býður upp á mikla möguleika.

Ásett verð: 165.000.000 kr.

8. Valhúsabraut 16, 170 Seltjarnanesi

Á Seltjarnanesi stendur svokölluð „höll“ Víðishjónanna, þeirra Eiríks Sigurðssonar og Helgu Gísladóttur. Þau eru búsett í húsinu en eigandinn er fyrirtæki sonar þeirra. Húsið er rúmlega 250 fermetrar og falt fyrir 159 milljónir króna. Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og er upphitað bílaplan fyrir framan húsið.

Ásett verð: 159.000.000 kr.

9. Vatnsendablettur 719, 203 Kópavogur

Við Elliðavatn er að finna rúmlega 440 fermetra einbýlishús sem byggt var árið 2007. Það er búið sex svefnherbergjum og þremur baðherbergjum en eignin þarfnast verulegra endurbóta vegna leka. Ekkert hefur verið til sparað í innréttingum, þær eru allar sérsmíðaðar, og er hiti í öllum gólfum og granít á borðflötum.

Ásett verð: 155.000.000 kr.

10. Miðsalir 5, 201 Kópavogur

323 fermetra einbýlishús með tveimur stofum, sauna, tveimur baðherbergjum, þremur svefnherbergjum og bílskúr á ágætri lóð í Kópavogi. Einbýlishúsið í Miðsölum er falt fyrir 155 milljónir en það var byggt árið 2004. Frábært útsýni og stutt í alls kyns þjónustu.

Ásett verð: 155.000.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“