fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þórdís Elva birtir bikinímynd – Algengasta Google leitin eftir fyrirlesturinn: „Ég fékk hroll“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2019 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva fyrirlesari rithöfundur og aktívisti opnar sig í nýrri færslu á Instagram. Hún deilir mynd af sér í bikiní, en þetta er í fyrsta skipti sem hún fer á ströndina eftir að hafa eignast tvíburadrengi sína þann 8. maí 2018.

„Fyrir tveimur vikum síðan skrifaði ég #fuckshame í lófann minn, áður en ég fór á ströndina í fyrsta skipti eftir að ég átti tvíburana mína. Þetta var nauðsynleg áminning, sama með #iamgorgeous, sem ég skrifaði líka á húð mína,“ skrifar Þórdís Elva á Instagram.

Hún segir að fyrir sig er þetta svo miklu meira heldur en eitthvað fagurfræðilegt vandamál.

„Já það eru partar af mér sem munu aldrei vera jafn stinnir eins og þeir voru, brjóstkassi minn er varanlega beyglaður eftir #operationbedres og ég er með marktækan melasma (e. brúnir blettir sem koma fram við meðgöngu). En ef við tökum útlit til hliðar þá getur skömm verið marglaga fyrirbæri ef þú ert þolandi kynferðisofbeldis, og kona. Því samfélagið segir okkur aftur og aftur að ofbeldið sem þú  varst fyrir var einhvern veginn vegna líkama þíns, hvernig líkami þinn var klæddur, hvernig hann hreyfðist, vegna áfengismagns hans og fyrrum kynlífsreynslu hans.“

Hún segir að þrátt fyrir að vera hörð af sér og hafi skilað mikið af skömminni sem hafi verið sett á hana, þá er eitt af því erfiðasta sem hún gerir er að sýna skinn.

„Eftir Ted fyrirlesturinn sem fór í loftið 2017 þá var ein algengasta Google leitin tengd nafni mínu „Thordis Elva bikini“. Ég fékk hroll, og skaut ljóta skömmin aftur upp kollinum,“ segir Þórdís Elva.

„Eftir grimmilega fjölmiðlaárás í síðustu viku, þegar einhver reyndi að úthluta mér nýrri skömm, í þetta skipti fyrir að hafa rofið þögn mína um ofbeldið sem ég varð fyrir. Hér er ég að segja FOKK ÞAÐ. Hér er ég, í skammarlausum líkama mínum sem hefur fætt þrjú kraftaverk,“ segir Þórdís Elva og er líklegast að vísa hatramma deilu hennar og Steinunnar Ólínu í síðustu viku. Deilan kviknaði út frá sigri leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á Borgarleikhúsinu fyrir héraðsdómi.

Sjá einnig: Þórdís segir Steinunni fara með rangt mál: „Ég skil vel þá tilhneigingu að vilja afneita sárum sannleika“

„Fokk líkamssmánun, fokk þöggun kynferðisofbeldis. Ég er glæsileg og veistu af hverju? Því ég er nógu hugrökk til að berjast fyrir þau sem eru enn í þögn, enn í felum.“

Þú getur lesið pistillinn hennar Þórdísar í heild sinni hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4s1ArEgBQy/

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“