fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Fókus

Kvenkyns uppistandshópur ryður sér til rúms á Íslandi: „Við sáum tækifæri til að standa fyrir eitthvað sem við vildum sjá meira af“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2019 16:00

Rebecca Scott Lord, Lóa Björk og Salka Gullbrá.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyndnustu mínar er uppistandshópur sem samanstendur af Rebeccu Scott Lord, Lóu Björk og Sölku Gullbrá. Í kvöld eru þær með sýninguna Heitustu mínar í Þjóðleikhúskjallaranum. Þær hafa áður haldið sýninguna við góðar undirtektir og munu endurtaka svo leikinn 5. nóvember næstkomandi.

DV ræddi við Rebeccu Scott Lord um uppistandshópinn og hvernig það er að vera þrjár ungar konur innan uppistandssenunnar á Íslandi.

Rebecca er frá Baltimore í Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi síðastliðin þrjú ár. Hún útskrifaðist fyrir ári síðan með meistaragráðu í sviðslistum úr Listaháskóla Íslands. Hópurinn Fyndnustu mínar varð til þegar Rebecca var að setja saman útskriftaverkefni sitt fyrir skólann.

„Ég var með uppistand sem lokaverkefni og fékk Lóu Björk og Sölku Gullbrá til að vera með mér. Við ákváðum við að halda áfram og höfum verið að þessu í rúmt ár núna,“ segir Rebecca.

„Við tókum eftir því að það vantaði eitthvað í grínbransann á Íslandi. Við sáum tækifæri til að standa fyrir eitthvað sem við vildum sjá meira af.“

Jákvæð viðbrögð

Rebecca segir viðbrögðin við uppistandshópnum hafi hingað til verið mjög jákvæð.

„Uppistand á Íslandi er að verða stærra og fólk er farið að sýna því meiri áhuga. Ég held að fólk sé frekar spennt fyrir því að sjá þrjár ungar konur gera grín ekki bara af poppmenningu og kjánalegum hlutum, heldur notum við líka okkar feminísku sjónarhorn til að tala um það sem við viljum tala um, á þann hátt sem það er fyndið og áhugavert.“

Ófrumlegir typpabrandarar

Uppistand hefur ekki alltaf heillað Rebeccu og var hún almennt ekki hrifin af því.

„Ég var ekki mjög hrifin af uppistandi þegar ég var að alast upp, en margir af þeim sem ég sá í uppistandsheiminum voru gaurar eins og Dan Cook og Louis C.K. Þeir sem voru með ófrumlega typpabrandara,“ segir Rebecca.

„Ég veit það núna að það eru til fullt af góðum kvenkyns grínistum. En ég hafði sjálf ekki persónulega mikinn áhuga á uppistandi. Það var Lóa sem stakk upp á því að við myndum kýla á þetta. Svo kom í ljós að þetta var mjög náttúrulegt fyrir okkur þrjár.“

Pabbavandamál

Aðspurð hvað þær grínast með nefnir Rebecca meðal annars pabbavandamál.

„Ég grínast með erfitt samband við föður minn, þó svo að það sé mjög persónulegt og erfitt þá er líka húmor í því. Það hefur verið leið fyrir mig að kljást við þetta. Það er einskonar gullnáma, að tala um pabba minn. Við erum líka að gera grín af gaurunum sem við höfum verið með, en við erum líka að snúa því yfir á okkur og gera grín af okkur sjálfum,“ segir Rebecca.

Rebecca segir áhorfendur þeirra vera mestmegnis konur. „Það er ekki það að við séum að banna karlmenn en karlmenn virðast ekki vilja koma eins mikið og konur. En við bjóðum þá velkomna og ég held að þeir myndu læra mikið.“

Hér getur þú fylgst með Fyndnustu mínar á Facebook og séð hvenær og hvar næstu sýningar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fyrir 5 dögum

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sniðug lausn Sigríðar – Ekkert þvottahús, ekkert vandamál

Sniðug lausn Sigríðar – Ekkert þvottahús, ekkert vandamál
Fókus
Fyrir 1 viku

Telma hljóp 200 kílómetra í apríl – Svona fór hún að því

Telma hljóp 200 kílómetra í apríl – Svona fór hún að því