fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Fókus

Eiríkur hæstánægður: Aldrei verið jafn erfitt að vera utangarðs – „Ég er trúður“

Fókus
Mánudaginn 7. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Guðmunsson, einn ástsælasti útvarpsmaður landsins, fór á kvikmyndina Joker og fer fögrum orðum um afraksturinn á samfélagsmiðlum. Hann skilur ekkert í þeirri neikvæðu gagnrýni sem myndin hefur hlotið, meðal annars frá virtum miðlum eins og The Guardian og The New York Times.

„Menn átta sig ekki á því að hér er loksins komin mynd sem notar afþreyingariðnað til að fletta ofan af ömurlegu samfélagi, sem er bandarískt í þessu tilviki, en gæti allt eins verið íslenskt,“ segir Eiríkur.

„Í þessari mynd er unnið afrek í samslætti hins óverulega og verulega, rétt eins og í Don Kíkóta forðum. Jókerinn sannarlega teiknimyndafígúra, en hér rennur hann inn í ömurlegan veruleika, sem er napur veruleiki kapítalismans, þess helvítis sem við lifum öll við. Stutt sagt: myndin fjallar um mann sem á engan möguleika. Aldrei. Hefur aldrei litið glaðan dag. Aldrei. Og það er af félagslegum aðstæðum. Heimurinn lemur hann í rot strax í upphafi myndar. Hann rís aldrei aftur. Getur það ekki. Og myndin lýsir þessu snilldarlega.“

Eiríkur segir myndina fjallar um fólkið sem samfélagið steingleymir á meðan fólk hugsar stöðugt um loftslagsbreytingar, „því það er svo töff að hugsa um þær.“ Hann fullyrðir að það sé ekkert „töff“ að hugsa um slík mál og segir með stolti undir lokin: „Ég er trúður.“

Kýs að sleppa raunveruleikanum

Bubbi Morthens tónlistarmaður tekur undir orð Eiríks og segir skýr: „Þú ert bara að hitta naglann Bang!“
Þá bætir skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack við að frásagnarstíll myndarinnar sé stórbrotinn, að skil raunveruleikans séu fullkomlega afmáð. „Réttu spurningunum (er) ósvarað og því hefur myndin marga mismunandi söguþræði eftir því hvar áhorfandinn kýs að sleppa raunveruleikanum. Setjum upp grímur til að sýna okkar sanna sjálf,“ segir Margrét. Valur Grettisson, ritstjóri Grapevine, segir myndina minna mann á að það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera utangarðs og í dag.

„Myndin er eins og hryllingsljóð um misfits allra landa. Eina ofurhetjan sem getur tekist á við þetta illmenni, er hugsjónarmaður sem berst fyrir félagslegum úrbætum. Ekki ríka prósentið sem berst fyrir óbreyttri stöðu,“ segir Valur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður sakaður um stuld á Twitter

Auður sakaður um stuld á Twitter
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 1 viku

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Malasísk fjölskylda dansar við Daða og slær í gegn á Twitter

Malasísk fjölskylda dansar við Daða og slær í gegn á Twitter