fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Fókus

Margrómaður kvikmyndagagnrýnandi um óskarsverðlaunin: Telur að íslensk mynd geti unnið óskarinn

Fókus
Fimmtudaginn 31. október 2019 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Feinberg, blaðamaður hjá The Hollywood Reporter, er þekktur fyrir að vera einn traustasti blaðamaðurinn þegar kemur að umfjöllun um verðlaunaafhendingar. Nýverið gaf Scott út lista þar sem hann fer yfir þá sem eru líklegastir til að vinna óskarinn í ár.

Scott fer yfir líklegustu sigurvegarana í öllum flokkum en athygli vekur að íslensk mynd er á einum listanum. Um er að ræða myndina Hvítur, hvítur dagur, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda um allan heim.

Myndin hefur nú þegar unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum erlendis en auk þess hefur Ingvar E. Sigurðsson í þrígang unnið verðlaun erlendis fyrir aðalhlutverk sitt í myndinni. Mótleikkona hans, Ída Mekkín Hlynsdóttir, hefur einnig hlotið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum.

Scott Feinberg setur myndina á lista yfir þær myndir sem líklegastar eru til að vinna óskarinn fyrir bestu alþjóðlegu myndina. Listinn er þétt skipaður myndum sem hafa vakið mikla athygli en þar má helst nefna kvikmyndina Parasite sem margir telja að gæti hneppt hnossið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari rifjar upp vandræðalegasta augnablikið frá ferlinum – „Ísland í hnotskurn“

Ari rifjar upp vandræðalegasta augnablikið frá ferlinum – „Ísland í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Konan mín er of kassalöguð“

„Konan mín er of kassalöguð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 1 viku

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“