fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

5 ára drengur var ósáttur og sendi bréf til forsetans – Fékk bréf til baka

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fannar Vilhjálmsson, fimm ára gamall grunnskólanemi, var einn af þeim fjölmörgu sem hafa þurft að glíma við haustflensuna í október.

Fannar var hins vegar ekki sáttur með þær samfélagslegu reglur sem virðast gilda um veikindi.  Hann ákvað því að senda Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, handskrifað bréf vegna þeirra. RÚV greinir frá þessu.

Þessi fimm ára drengur hafði glímt við flensuna en vaknaði þó einn morguninn og var ekki lengur með hita. Fannar var orðinn spenntur að mæta í skólann. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, faðir Fannars, segir frá þessu í Facebook færslu.

„Eftir að hafa vaknað hitalaus einn októberdag var mikil eftirspurn eftir að komast í skólann. Gangan upp skólatröppurnar var þó erfiðari en venjulega og varð þá ljóst að okkar maður var ekki orðinn frískur og því tilkynnt um veikindi.“

Í færslunni lýsti Vilhjálmur því hvernig sonur hans hafi fljótlega orðinn aftur hress eftir þetta. Um klukkustund eftir gönguna upp tröppurnar var hann sannfærður um að hann gæti mætt aftur í skólann. Foreldrar Fannars sögðu honum þó að hann gæti ekki mætt í skólann þar sem veikindin hans höfðu þegar verið tilkynnt um morguninn.

Fannari fannst þetta greinilega ekki nógu gott þannig hann ákvað að spyrja sjálfann forsetann hvort þetta væri rétt hjá foreldrum sínum. Fannar sendi Guðna bréf þar sem hann spurði hvort þetta gæti staðist.

Vilhjálmur segir spennuna hafa verið í loftinu þegar heima hjá þeim beið bréf frá Bessastöðum. Fannar  fékk svar frá forsetanum sem þakkaði honum fyrir bréfið og svaraði vangaveltunum hans.

„Hafi maður tilkynnt veikindi og mætir svo glaður og hress í skólann vaknar sú hætta að fólk gruni mann um græsku, að maður hafi verið að plata í upphafi og svo snúist hugur, eða fengið samviskubit. En svo getur hitt auðvitað vel komið til álita að maður hafi í raun verið veikur og illa fyrirkallaður en orðið hressari, nánast á augabragði. Mín niðurstaða er því sú að við þessari spurningu sé ekki eitt viðhlítandi svar og hvert tilvik verði að skoða fyrir sig.

Að því sögðu ætti meginreglan að vera sú að mæta alltaf í skólann nema veikindi og önnur forföll geri það ókleift. Ég óska þér velfarnaðar í námi, leik og starfi síðar meir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig