fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Ævintýraleg lokastikla fyrir Star Wars – The Rise of Skywalker

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokastiklan fyrir nýjasta og níunda kaflann í Star Wars myndabálknum, The Rise of Skywalker, var frumsýndur í nótt. Myndin gerist einu ári eftir atburði síðustu myndar og standa nú hetjurnar Rey, Finn, Poe frammi fyrir lokauppgjörinu í baráttunni gegn Fyrstu reglunni og skuggahliðum hennar.

Nýir og gamlir bandamenn slást í för og magnast spennan magnast á milli Rey og Kylo Ren. Í sameiningu takast persónur myndarinnar á við nýjar hindranir, óvænta drauga úr fortíðinni og rísandi myrkraöfl sem leggja framtíð vetrarbrautarinnar í hættu sem aldrei fyrr.

Eins og sjá má í stiklunni snúa fjölmörg kunnugleg andlit aftur á sviðið en helst ber að nefna þá Billy Dee Williams og Ian McDiarmid sem Lando Calrissian og Palpatine, keisarinn alræmdi. Einnig bregða þau Mark Hamill og Carrie Fisher í hlutverkum systkinanna Luke og Leiu en Fisher lést í desember 2016. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvernig hlutverki hennar verður háttað í The Rise of Skywalker í ljósi andlátsins. Talið er að J.J. Abrams, leikstjóri myndarinnar, og framleiðsluteymi hans ætli að styðjast við ónotaðar tökur úr sjöundu myndinni, The Force Awakens.

Þrátt fyrir vægast sagt blendin viðbrögð við seinustu mynd seríunnar, The Last Jedi, bíða margir ólmir eftir því að sjá hvernig lokahluti „Skywalker-sögunnar“ muni spilast út. Þetta mun vera sú mynd sem endanlega slúttar kjarnaþræðinum sem hófst með upprunalegu kvikmyndinni frá 1977.

Star Wars – Episode 9: The Rise of Skywalker verður frumsýnd þann 18. desember um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig