fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

FFH á Hverfisgötu: Mjög líklegt að eggið hafi numið fólk á brott

Fókus
Þriðjudaginn 22. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott C. Waring er nokkuð þekktur talsmaður þess að geimverur séu raunverulegar. Hann telur mjög miklar líkur á því að geimverur hafi í liðinni viku verið að kukla í Reykvíkingum. Meginstraums fjölmiðilinn International Business Times greinir frá þessu.

Ástæðan fyrir þessu er mynd sem fatahönnuðurinn Sigga Maija deildi á Facebook á dögunum. Þar mátti sjá ský sem líktist einna helst eggi, eða svo telja vísindamenn. Waring telur hins vegar ekki nokkurn vafa á því að þarna hafi geimverur í fljúgandi furðuhlut, FFH, verið að skoða íbúa Hverfisgötu.

„Þeir gætu jafnvel verið að nema íbúa á brott og skila þeim svo stuttu síðar, án þess að viðkomandi verði þess var. Slíkt fyrirbæri kallast týndur tími en getur þó gerst svo hratt að fólk taki ekki eftir því. Það er óvenjulíklegt að þessi egglaga furðuhlutur hafi numið fólk á brott,“ skrifar Waring. Hann birtir svo myndina hér fyrir ofan en hann er örlítið búinn að eiga við hana.

Rétt er að taka fram að veðurfræðingar segja þetta svokallað vindskafið netjuský og það sé ekki svo óalgengt hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum