fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fókus

Sævar nefnir bestu fjárfestinguna: „Einfaldara en margir halda“ – Stefán sparar 1,3 milljónir á ári með sama hætti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins og einn ötulasti umhverfisverndarsinni Íslands, skipti út bensínbíl fyrir rafmagnshjól og sér alls ekki eftir því. Auk þess að hafa líkamlegan og andlegan ávinning hefur rafmagnshjólið sína fjárhagslegu kosti að mati Sævars.

„Rafhjól er besta fjárfesting sem ég hef gert í samgöngutæki. Ég og kærastan mín seldum annan bílinn okkar og keyptum í staðinn tvö rafhjól og útivistarfatnað fyrir „vonda veðrið“ sem svo margir nota sem afsökun fyrir að hjóla ekki. Fjárfestingin borgar sig upp á einu ári og gott betur,“ segir Sævar Helgi í samtali við DV.

„Við hjólum eins oft og við mögulega getum úr Hafnarfirði inn í Reykjavík og á rafhjóli eru hvorki brekkur né rok og rigning fyrirstaða. Þetta er aðallega spurning um hugarfar, að hætta að vera latur og hafa ögn meira fyrir hlutunum. Þegar bíllinn er í boði er auðvelt að freistast til að nota hann. En með rafhjóli freistast maður sjaldnar til að keyra, sér í lagi þær stuttu vegalengdir þar sem bíll er óþarfi og maður vill helst ekki koma löðrandi sveittur á áfangastað. Við höfum líka þá reglu að keyra aldrei út í búð heldur sækjum við allar nauðsynjar hjólandi eða gangandi. Það er svo miklu einfaldara en margir halda.“

„Sparnaðurinn af rafhjólunum er augljós eins og tölurnar hjá Stefáni sýna,“ segir Sævar og vísar í færslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara á Facebook þar sem hann sagðist hafa sparað um 1,3 milljónir eftir að hafa skipt bensínbíl út fyrir rafmagnshjól.

„Það sést líka glögglega í okkar eigin heimilisbókhaldi,“ segir Sævar. „Þess utan bætir það bara andlega og líkamlega heilsu manns að hjóla til vinnu og í allt innanbæjarsnatt þar sem ekki er þörf á bíl. Svo fær maður alltaf besta stæðið. Þetta minnkar streitu og kvíða. Eini ókosturinn er að finna hvað umferðin er hröð og hvað fólk virðir illa hraðatakmarkanir, sérstaklega í inni í hverfum þar sem 30 km götur eru. Þar rjúka allir fram úr okkur þótt við höldum 30 km hámarkshraða sem er sömuleiðis of hratt til að vera á göngustígum,“ segir Sævar.

Stefán Eiríksson borgarritari skrifaði nýlega færslu á Facebook þar sem hann gerði upp síðastliðið ár eftir að hann og Helga, eiginkona hans, ákváðu að fækka um einn bíl og kaupa sér rafmagnshjól.

„Fyrir um það bil ári síðan tókum við á heimilinu meðvitaða ákvörðun um að fækka um einn bíl, losa okkur við stóra bensínbílinn og láta einn rafmagnsbíl duga. Ég keypti mér á sama tíma forláta rafmagnshjól í IKEA, skjannahvítt og setti að sjálfsögðu á það svartar rendur,“ skrifar Stefán.

Hann fer yfir fjárhagslegan ávinning þess að notast við rafhjól.

„Ég nota Meniga til að fylgjast með heimilisútgjöldunum og á þessum myndum sjáiði áhugaverðan samanburð milli áranna 2018 og 2019. Liðurinn bílar og samgöngur í heimilisbókhaldinu hefur dregist umtalsvert saman, nettó um ca. 100 þús. kr. á mánuði við þessa breytingu eina. Undir þennan flokk fellur eldsneyti (bensín og rafmagn á hleðlustöðvum), viðhald og rekstur, bílalán, leigubílar og strætó sem og bílastæði. Á síðasta ári var þessi kostnaður ríflega 1,8 m.kr. í heimilisbókhaldinu, lengst af á tveggja bíla heimili. Það sem af er þessu ári erum við rétt undir hálfri milljón í útgjöldum á öllum sömu liðum. Og nota bene; inní þessum tölum eru ekki tryggingar vegna bílanna, þar höfum við sparað til viðbótar 160 þús. kr. sem fóru í að tryggja stóra bensínbílinn í eitt ár. Mánaðarkostnaður við alla þessa flokka var í fyrra rúmar 150 þús. kr. á mánuði (164 þús. með tryggingum) en í ár ríflega 55 þús. kr. á mánuði. Nettó sparnaður ca. 1,3 m.kr. á ársgrundvelli þegar tryggingar eru taldar með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra

Anna Kristjáns sólbrunnin á Tene – Eins og Íslendingur sem sofnar í sólbaði eftir nokkra bjóra
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

„Konan mín er of kassalöguð“

„Konan mín er of kassalöguð“