Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Fókus

Jóna Hrönn með magnaða sögu af Vilmundi: „Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!“

Fókus
Miðvikudaginn 2. október 2019 09:30

Jóna Hrönn Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestarkalli, minnist vinar síns Vilmundar Þorsteinssonar í einlægum pistli í Fréttablaðinu í dag.

„Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni,“ segir Jóna.

Hún segist oft hafa hugsað til Vilmundar síðustu árin þegar hún leggst í sjálfsvorkunn. „Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma,“ segir hún.

„88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili.“

Jóna segir það hafi verið lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu.

„Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Það fauk í Magnús Ver þegar lögreglan stöðvaði hann: „Ég spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig“

Það fauk í Magnús Ver þegar lögreglan stöðvaði hann: „Ég spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hekla gerir upp hörmungina í Hörpu: „Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik“

Hekla gerir upp hörmungina í Hörpu: „Nú er ár liðið frá þessum mannlega harmleik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leigubílasaga Jóns Gnarr: „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni“ – Sjáðu myndbandið

Leigubílasaga Jóns Gnarr: „Þetta er líklega mest kreisí hlutur sem ég hef upplifað á ævinni“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagði nei við Mömmu klikk

Sagði nei við Mömmu klikk
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ráðherra segir Dóra vera biðja um að vera skallaður – Segist svæfa börnin á tveimur mínútum

Ráðherra segir Dóra vera biðja um að vera skallaður – Segist svæfa börnin á tveimur mínútum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“