fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Blæðingar á hlaupum mikið tabú: „Krampar, doði og höfuðverkir eru ekki svo velkomnir þegar tækla á maraþon”

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir, sem starfar sem kynningarstjóri Hörpu, vill opna umræðuna um blæðingar kvenna sem æfa hlaup. Alexía skrifar áhugaverðan pistil um blæðingar á hlaupum á vefnum Vertu úti og segir til að mynda að í þjálfun fyrir hlaup fari þjálfarar yfir alls kyns fróðleik, mataræði, æfingar og þarmaflóruna en minnist ekki einu orði á blæðingar.

„Þetta virðist vera eitthvað sem konur eiga að díla við í þögn,“ skrifar Alexíu og vill breyta þessu.

„Flestir kjósa auðvitað frekar að nota álfabikar, túrtappa eða einfaldlega bara dömubindi á hlaupunum. Allt þetta getur þó verið truflandi og pirrað auðveldlega. Hér er besta lausnin alltaf einstaklingsbundin, og engin snilldaralhliðalausn verið hönnuð ennþá,“ skrifar Alexía og bætir við að það þurfi að ræða um blæðingar í hlaupum svo konum fallist ekki hendur þegar þessi tími mánaðarins bankar á dyr.

„Aukaverkanir blæðinganna eru ekki síður óþægilegar. Krampar, doði og höfuðverkir eru ekki svo velkomnir þegar tækla á maraþon. Þá getur verið gott að hafa verkjatöflur við höndina. Við hlaup á blæðingum þarf líka að huga að því að auka járninntöku og drekka vatn því þá eru meiri líkur á ofþornun.

Svo er auðvitað hægt að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og fá hormónalyf sem frestar blæðingum. Það er að sjálfsögðu ekki eitthvað sem hlauparar ættu að gera oft en fyrir einstaka maraþon ætti það kannski að sleppa.

Í öllu falli. Það þarf að ræða þessi mál!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala
Fókus
Fyrir 1 viku

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið