fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fókus

Hollywood leikstjóri hefur augastað á Björk – Ofbeldi Lars von Trier gæti komið í veg fyrir tækifærið

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 08:00

Björk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Eggers stefnir að því að kvikmynda hefndarsögu í víkingastíl sem nefnist The Northmen. Kvikmyndin er gerð eftir handriti sem Eggers skrifaði í samvinnu við rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, betur þekktan sem Sjón.

Saga myndarinnar gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar en heimildir herma að hún verði tekin upp að stórum hluta í Kanada, en Eggers notaðist mikið við landið við tökur á fyrri verkum sínum, sem eru kvikmyndirnar The Witch og The Lighthouse. Báðar kvikmyndir leikstjórans hafa hlotið nær einróma lof gagnrýnenda.

The Northmen skartar ýmsum þekktum andlitum og má búast við þeim Nicole Kidman, Willem Dafoe ásamt bræðrunum Bill og Alexander Skarsgård. Myndin segir í grunninn frá norskum prinsi sem hyggst koma morðingja föður síns fyrir kattarnef. Myndin er framleidd af Lars Knudsen, dönskum framleiðanda, sem hefur látið gott af sér leiða með þekktum hryllingsmyndum á borð við Hereditary og Midsommar.

Vilja fá Björk

Samkvæmt heimildum fréttamiðilsins Collider vilja aðstandendur myndarinnar ólmir fá söngkonuna Björk í aukahlutverk en ekki er vitað hvort sú ósk verði að veruleika. Eins og ýmsum er kunnugt gaf Björk upp leiklistaráhugann eftir átakanlegt samstarf við danska leikstjórann Lars von Trier. Björk og Lars von Trier unnu saman að kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2000. Samstarfið var erfitt og talaði Björk opinskátt um það á sínum tíma. Hins vegar voru ásakanir, sem hún setti fram á Facebook-síðu sinni árið 2017, mitt í MeToo-byltingunni, mjög alvarlegar. Þá sakaði Björk leikstjórann um kynferðislega áreitni.

„Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,“ skrifaði Björk meðal annars. Hún nafngreindi ekki Lars en ljóst var um hvern var rætt. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu,“ skrifaði Björk. Lars von Trier svaraði henni í Jyllands Posten og hafnaði ásökununum. Sagði hann að það hefði ekki verið leyndarmál að hann og Björk hefðu verið svarnir óvinir á tökustað en það hefði líka skilað sér í frábærri frammistöðu Bjarkar í myndinni.

„Það er ekkert í þessu máli. Farið bara og skoðið sögu myndarinnar. Það voru átök en ég gerði þetta ekki,“ sagði Lars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fókus
Í gær

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit