fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Auglýsingaherferð Gallerí 17 harðlega gagnrýnd – „Mér blöskrar hversu mörgum finnst þetta freistandi“

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Gallerí 17 hrinti af stað stórum gjafaleik í gær þar sem vinningurinn er ársbirgðir af fatnaði. Vinningshafi hlýtur mánaðarlega 25 þúsund króna úttekt í Gallerí 17 í heilt ár.

Ein af leikreglum er að líka við færsluna til að taka þátt, og hafa rúmlega 15 þúsund manns líkað við myndina. Þátttakendur þurfa einnig að deila færslunni í Instagram Story hjá sér. Það eru því margir meðvitaðir um að það sé gjafaleikur í gangi og er Gallerí 17 að vekja mikla athygli.

En það eru ekki allir ánægðir með gjafaleikinn. Margir hafa tekið til samfélagsmiðla til að gagnrýna verslunina og segja gjafaleikinn ýta undir neysluhyggju.

Hrefna Björg umhverfissinni skrifaði í Instagram Story hjá sér:

„@Gallerí17 ya‘ll could do better. Samfélagsábyrgðarstandardinn er hærri en þetta. Það er krefjandi verkefni að markaðsetja fatabúð á tímum sem þessum en hvernig væri að endurhugsa fyrirtækið ykkar og markaðssetningu þess í takt við breytandi neyslumynstur fólks í stað þess að koma með desperate ársbirgðarmove? Þessi auglýsingaherferð er alsstaðar og mjög vinsæl já en hvaða skilaboð eruði virkilega að senda neytendum? Því ég fæ bara: Fast faaaashion.“

Skjáskot/Instagram

Jakob Atli skrifar á Twitter: „Íslensk ungmenni keppast við að sýna hversu annt þeim er um loftslagsmál á sama tíma og þau reyna að vinna ársbirgðir af nýjum fötum, því þau eiga ekki nóg. Hræsni er understatement.“

Um 400 manns hafa líkað við tíst Jakobs Atla.


Bryndís Líf fyrirsæta birti skjáskot af tísti Jakobs í Instagram Story:

Hildur Ómarsdóttir tjáði sig einnig um gjafaleikinn á Instagram og endurbirti vegan-aktívistinn Embla Ósk færslu Hildar:

„Hvað eru ársbirgðir af fötum? Samkvæmt Gallerí 17 eru það föt fyrir 25.000 á MÁNUÐI! Mér blöskrar hversu mörgum finnst þetta freistandi. Ef þú ert ein/einn af þeim sem féllst fyrir desperate markaðsetningu fyrirtækis sem ýtir undir óþarfa neyslu þá er ég með tips fyrir þig. Þessi heimildarmynd: THE MINIMALISM. Hafði mikil áhrif á mitt hugarfar.“

Skjáskot/Instagram @emba_osk

Óli nokkur Þorbergs sló á létta strengi:

Loftslagsmál hafa verið allsráðandi síðastliðið ár, sérstaklega síðastliðna mánuði. Neysluhyggja mannfólksins hefur verið þar í forgrunni og hafa fjölmargir tekið ýmisleg skref til að sporna gegn hnattrænni hlýnun. Eins og að hætta að borða kjöt, minna plastnotkun, nota rafmagnshjól og endurvinna.

Sænski aðgerðasinnin Greta Thunberg hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn hamfarahlýnun. Umhverfisvernd er mikið hitamál í dag og virðist fólk vera sífellt meðvitaðra um áhrif neyslu sinnar á umhverfið. Það er því hugsanlegt að þess vegna hafi auglýsingaherferð Gallerí 17 farið fyrir brjóstið á umhverfissinnum.

Í myndinni True Cost, sem má horfa á á Netflix, er hröð tíska skoðuð, áhrif fataiðnaðarins á umhverfið og er áhorfendum gefin innsýn í líf þeirra sem búa til fatnaðinn. Sjá má stikluna fyrir myndina hér að neðan.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum