Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Fókus

Mynd dagsins: ADHD samtökin efna til hittings – Gleyma mikilvægasta punktinum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. október 2019 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur vakti athygli á auglýsingu á vegum ADHD Norðurland.

Á myndinni má sjá ADHD Norðurland auglýsa opinn spjallfund um starf ADHD samtakanna, þær áskoranir sem fólk með ADHD mætir í dagsins önn og hvernig er hægt að auka lífsgæði okkar allra.

Þetta væri ekki til frásögu færandi nema ADHD Norðurland gleymdu einum mikilvægasta punktinum við fundinn. Sérð þú hvað vantar í auglýsinguna?

Ef þú kemur ekki auga á það hvað vantar þá er það útskýrt fyrir neðan myndina.

Í auglýsingunni koma ýmsar upplýsingar fram. Það kemur fram hvort það kosti inn á fundinn eða ekki og að það sé heitt á könnunni. Síðan eru mikilvægar upplýsingar sem miða að því að vísa fólki á fundinn, staðsetning og klukkan hvað fundurinn byrjar.

Ef vel er að gáð má þó sjá að það hefur gleymst að setja dagsetningu fundarins í auglýsinguna og því gæti það reynst erfitt fyrir áhugasama að mæta á fundinn. Á heimasíðu ADHD-samtakanna kemur þó fram að fundurinn fari fram á morgun, fimmtudaginn 17. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðrik verður fyrir fordómum: „Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur“

Friðrik verður fyrir fordómum: „Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur“