fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Gunnar Smári sá Breaking Bad-myndina: „Hvílík tímasóun, flatneskja og leiðindi“

Fókus
Miðvikudaginn 16. október 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, er ekki mikill aðdáandi Breaking Bad, hvorki þáttanna né myndarinnar sem var frumsýnd á Netflix um liðna helgi.

„Þar sem ég gafst upp á öðrum þætti af Breaking Bad fannst mér árennilegt að horfa á El Camino: A Breaking Bad Movie á Netflix, bara tveggja tíma mynd á meðan serían er öll er meira en 60 klst. Hvílík tímasóun, flatneskja og leiðindi,“ segir Gunnar Smári á Facebook.

Óhætt er að segja að aðdáaendur Breaking Bad hafi beðið myndarinnar með mikilli eftirvæntingu og virðist hún hafa staðið væntingar, ef marka má gagnrýnendur. Breaking Bad-þættirnir voru sýndir á árunum 2008 til 2013 og eru þeir að margra mati í hópi bestu sjónvarpsþátta sem gerðir hafa verið.

„Ég er bara ekki að ná þessu Breaking Bad, álabbaleigir karlar sveittir af vandræðum og hita í langdregnum senum sem eiga annað hvort að vera smart eða artí. Hvers vegna ætti ég að hafa áhuga á vanda þessara manna? Ég sé eftir að hafa ekki frekar farið aftur á Jókerinn í bíó eða horft aftur á Svona fólk á ruv.is, mikil lifandi blessun eru þeir þættir, svo mikilvægir en samt svo skemmilegir.“

Ljóst er að ekki eru allir sammála Gunnari Smára og benda margir á að hann hafi gefist upp á þáttunum allt of snemma. Magnús Halldórsson blaðamaður er einn þeirra. „Þú gafst upp of snemma, mitt mat. Ekki gefast upp! Frábærir karakterar og stórleikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar