fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2019 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Gunnarsdóttir ákvað að hætta að drekka áfengi fyrir um fimm árum síðan eftir að hafa farið til miðils. Stefanía er 27 ára markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Nova.

„Upphaflega fer ég til miðils og það kemur fram á fundinum að það færi mér nú ekki vel að drekka og ég væri með svo flottan persónuleika að ég ætti nú alveg að íhuga að hætta að drekka,“ segir Stefanía í viðtali við Vísi.

Stefanía átti erfitt með að hætta að hugsa um það sem miðillinn sagði við hana. Hún var dugleg að djamma á þessum tíma og fann að hún hafði ekki fullkomna stjórn á hve mikið hún drakk. Hún bar saman kosti og ókosti þess að hætta að drekka og var fyrrnefndur listi mun lengri.

„Ég átti samt erfitt með að ákveða hvenær ég ætlaði að hætta. Það var utanlandsferð framundan, djammferð með skólanum og fleira. Þegar ég fann að áfengi var farið að stýra mér með þessum hætti þá eiginlega tók ég strax ákvörðun um að ég ætlaði bara að hætta,“ segir Stefanía við Vísi.

„Núna eru liðin fimm ár og það er magnað hvað þetta er ekki lengur einhver ákvörðun heldur bara lífstíllinn sem ég valdi mér.“

Stefanía segir að það hafi tekið hana eitt ár að læra að hætta að drekka og hún hafi lært ýmislegt.

„Á þessu fyrsta ári upplifði ég ástarsorg og það var klárlega eitthvað sem ég hefði dílað svo miklu verr ef ég hefði ekki verið hætt að drekka. Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5 að reyna hringja í gæjann og segjast sakna hans. En í staðin var ég miklu sterkari og tók þar að leiðandi miklu betur á þessum aðstæðum þó svo að þetta hafi verið drullu erfitt,“ segir hún.

Í dag líður henni ótrúlega vel og sér alls ekki eftir ákvörðun sinni.

„Ég er ég búin að kynnast mér miklu betur, tækla aðstæður, áföll og fleira betur hefði ég enn verið að drekka. Ég ber miklu meiri virðingu fyrir fólkinu í kringum mig og ég vil meina að ég sé búin að ná árangri almennt í lífinu eftir að ég tók þessa ákvörðun en ég get svo sem ekki verið viss því kannski hefði ég verið komin á þann stað í dag hvort sem ég væri edrú eða ekki. En ég vil trúa að þessi ákvörðun á mjög stóran part í því sem ég er í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“
Fókus
Fyrir 1 viku

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala
Fókus
Fyrir 1 viku

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder