Föstudagur 22.nóvember 2019
Fókus

Friðrik varar við hulinni hættu: „Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður“

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2019 10:43

Friðrik Agni. Skjáskot af Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR,“ skrifar dansarinn Friðrik Agni Árnason í pistli á Vísir.is

„Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður.“

Friðrik Agni starfar sem verkefnastjóri í fullu starfi, hann kennir danstíma í World Class og í Kramhúsinu, hann rekur danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt Önnu Claessen og gerir ýmislegt annað eins og að starfa sem veislustjóri og fararstjóri. Friðrik á einnig eiginmann og fjölskyldu sem hann vill sinna og vera í sambandi við.

„Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur.

Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA,“ skrifar Friðrik Agni.

„Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig.“

Friðrik segir að hann veit að hann sé kominn að vegg þegar hann er byrjaður að hugsa á þennan hátt. Hann segir að sem betur fer hefur umræðan um kulnun opnast í samfélaginu.

„Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út?“

Að lokum segir Friðrik:

„Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð.

Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum
Salvatore Torrini látinn

Mest lesið

Ekki missa af

Manuela gengin út?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar pæla í orðinu jæja – Hversu margar merkingar getur orðið „jæja“ haft?

Íslendingar pæla í orðinu jæja – Hversu margar merkingar getur orðið „jæja“ haft?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskur áhrifavaldur veldur usla á YouTube – Málar sig eins og fangi og sýnir frá fyrsta ráninu

Íslenskur áhrifavaldur veldur usla á YouTube – Málar sig eins og fangi og sýnir frá fyrsta ráninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yfirheyrslan – Edda Björgvins: Mesta áhættan að vera flugfreyja hjá Iceland Express

Yfirheyrslan – Edda Björgvins: Mesta áhættan að vera flugfreyja hjá Iceland Express
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga sem flytja til útlanda vera kraftmikið fólk: Letingjarnir fara hvergi – „Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi“

Segir Íslendinga sem flytja til útlanda vera kraftmikið fólk: Letingjarnir fara hvergi – „Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Táknrænt tattú

Táknrænt tattú
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konurnar í lífi Keanus – Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu

Konurnar í lífi Keanus – Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu