Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Fókus

1,4 milljónir hafa horft á Huldu á YouTube – Ævintýralegt verkefni með úkraínskri poppstjörnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski tónlistarmaðurinn Alekseev frumsýndi nýtt tónlistarmyndband fyrir fimm dögum. Myndbandið, sem var tekið upp á Íslandi, hefur vakið mikla athygli og fengið yfir 1,4 milljón áhorf á YouTube.

Hulda Vigdísardóttir, málfræðingur, fyrirsæta og Queen Beauty Iceland 2019, leikur í tónlistarmyndbandinu.

„Þetta var ótrúlega gaman,“ segir Hulda í samtali við DV.

„Þau voru að bíða eftir myrkri, en þetta var tekið upp í ágúst og það var alveg bjart fram eftir. Þannig við þurftum að bíða mjög lengi. Svo vorum við að vinna með „hologram“ efni og vorum með alls konar kastara og ljós, þetta var mjög gaman.“

Aðspurð hvernig tilfinningin sé að vita að yfir milljón manns hafa horft á hana í myndbandinu segir Hulda að það sé „geðveikt.“

Hún segist hafa haft einhverja hugmynd um að tónlistarmyndbandið yrði vinsælt, en Alekseev nýtur mikilla vinsælda í Úkraínu og tók til að mynda þátt í Eurovision árið 2018.

„Leikstjórinn er líka mjög þekktur. Þegar við fórum á Skógarfoss voru margir túristar sem stoppuðu okkur og vissu alveg hver Alekseev var,“ segir Hulda.

Ísland er í aðalhlutverki ásamt Huldu í myndbandinu. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beraði bossann á 45 fjallstindum: „Fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt”

Beraði bossann á 45 fjallstindum: „Fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samdi lag í yfirgefnu húsi – Niðurlægður í Foldaskóla: „Hann gerði lítið úr mér ítrekað og fékk bekkinn til að hlæja að mér“

Samdi lag í yfirgefnu húsi – Niðurlægður í Foldaskóla: „Hann gerði lítið úr mér ítrekað og fékk bekkinn til að hlæja að mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta skipti sem Glowie kom fram var fyrir krakkana sem lögðu hana í einelti

Fyrsta skipti sem Glowie kom fram var fyrir krakkana sem lögðu hana í einelti
Fókus
Fyrir 6 dögum

Auðunn Blöndal tekinn af tölvuþrjótum : „Ég varð hvítur í framan“

Auðunn Blöndal tekinn af tölvuþrjótum : „Ég varð hvítur í framan“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“