fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fókus

1,4 milljónir hafa horft á Huldu á YouTube – Ævintýralegt verkefni með úkraínskri poppstjörnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski tónlistarmaðurinn Alekseev frumsýndi nýtt tónlistarmyndband fyrir fimm dögum. Myndbandið, sem var tekið upp á Íslandi, hefur vakið mikla athygli og fengið yfir 1,4 milljón áhorf á YouTube.

Hulda Vigdísardóttir, málfræðingur, fyrirsæta og Queen Beauty Iceland 2019, leikur í tónlistarmyndbandinu.

„Þetta var ótrúlega gaman,“ segir Hulda í samtali við DV.

„Þau voru að bíða eftir myrkri, en þetta var tekið upp í ágúst og það var alveg bjart fram eftir. Þannig við þurftum að bíða mjög lengi. Svo vorum við að vinna með „hologram“ efni og vorum með alls konar kastara og ljós, þetta var mjög gaman.“

Aðspurð hvernig tilfinningin sé að vita að yfir milljón manns hafa horft á hana í myndbandinu segir Hulda að það sé „geðveikt.“

Hún segist hafa haft einhverja hugmynd um að tónlistarmyndbandið yrði vinsælt, en Alekseev nýtur mikilla vinsælda í Úkraínu og tók til að mynda þátt í Eurovision árið 2018.

„Leikstjórinn er líka mjög þekktur. Þegar við fórum á Skógarfoss voru margir túristar sem stoppuðu okkur og vissu alveg hver Alekseev var,“ segir Hulda.

Ísland er í aðalhlutverki ásamt Huldu í myndbandinu. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit