fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

1,4 milljónir hafa horft á Huldu á YouTube – Ævintýralegt verkefni með úkraínskri poppstjörnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski tónlistarmaðurinn Alekseev frumsýndi nýtt tónlistarmyndband fyrir fimm dögum. Myndbandið, sem var tekið upp á Íslandi, hefur vakið mikla athygli og fengið yfir 1,4 milljón áhorf á YouTube.

Hulda Vigdísardóttir, málfræðingur, fyrirsæta og Queen Beauty Iceland 2019, leikur í tónlistarmyndbandinu.

„Þetta var ótrúlega gaman,“ segir Hulda í samtali við DV.

„Þau voru að bíða eftir myrkri, en þetta var tekið upp í ágúst og það var alveg bjart fram eftir. Þannig við þurftum að bíða mjög lengi. Svo vorum við að vinna með „hologram“ efni og vorum með alls konar kastara og ljós, þetta var mjög gaman.“

Aðspurð hvernig tilfinningin sé að vita að yfir milljón manns hafa horft á hana í myndbandinu segir Hulda að það sé „geðveikt.“

Hún segist hafa haft einhverja hugmynd um að tónlistarmyndbandið yrði vinsælt, en Alekseev nýtur mikilla vinsælda í Úkraínu og tók til að mynda þátt í Eurovision árið 2018.

„Leikstjórinn er líka mjög þekktur. Þegar við fórum á Skógarfoss voru margir túristar sem stoppuðu okkur og vissu alveg hver Alekseev var,“ segir Hulda.

Ísland er í aðalhlutverki ásamt Huldu í myndbandinu. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar