Mánudagur 18.nóvember 2019
Fókus

Kött Grá Pje sagðist einmana – Hjartnæm viðbrögð Íslendinga hafa snert marga

Fókus
Mánudaginn 14. október 2019 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sigþórsson, best þekktur sem rapparinn Kött Grá Pje, tísti í gær að hann væri mjög einmana. Þó Íslendingar á internetinu séu helst þekktir fyrir að rífast stanslaust þá sýndu viðbrögðin við þessu tísti það er ekki algilt. Líkt og ein kona skrifaði í athugasemd: „Ég fíla alla í þessum þræði.“

Athugasemdir við færsluna einkennast helst af einlægri samkennd og von um betri tíð.  „Þekki þig bara úr tónlistinni og hér í twitterkúlunni. Vildi bara senda þér faðmlag og segja þér að mér finnst þú osom,“ skrifar einn maður til að mynda. Kona nokkur tekur undir og skrifar: „Þekki þig ekki nema af tvítum…langaði bara að segja knús. Mér finnst þú frábær.“

Sumir sendu Atla myndir af gæludýrum eða börnum og sendu honum rafrænt knús. Kona nokkur reyndi að hughreysta Atla. „Það er vont, bæði að heyra og vera. Vona að þér líði minna einmana og ekki einmana inn á milli. Ég hugsa alltaf hlýlega til þín,“ skrifaði hún.

Sumir voru lausnamiðaðir, líkt og Karl nokkur. „Mér finnst gott þegar ég er einmana að hugleiða kærleika og ást, vegna þess að vissu leyti sprettur hún upp úr okkur sjálfum, og þannig maður getur verið sín eigin kamína í annars köldum kosmós,“ skrifaði hann. Tónlistamaður Svavar Knútur stakk upp á því að þeir myndu hittast: „<3 alltaf til í kaffi og meððí! <3“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var alinn upp í hörkutólamenningu í bland við alkóhól“

„Ég var alinn upp í hörkutólamenningu í bland við alkóhól“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Hanks átti upphaflega að leika í Friends

Tom Hanks átti upphaflega að leika í Friends