fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Fimm íslenskar tímaskekkjur

Fókus
Sunnudaginn 13. október 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru ýmsar tímaskekkjurnar sem ríkja á Íslandi – hér eru þær fimm helstu.

„Já, sæll“

Árið 2007 fór Ísland á hliðina í listinni að reyta af sér frasa, nánar tiltekið ákveðinn frasa sem á rætur sínar að rekja til Næturvaktarinnar. Á svipstundu fóru landsmenn að breytast í Ólaf Ragnar Hannesson og nýttu sér hvert gefið tækifæri til að arga hástöfum: „Já, sæll!“ Frasinn hentaði ýmsum tilefnum, hvort sem viðkomandi væri hissa, sáttur, reiður og allt þar á milli. Ári síðar voru þessi tvö litlu orð orðin að eins konar einkunnarorðum Íslendinga. Íslendingar létu þó hafa sig af fíflum fulllengi, enda lá það strax í augum uppi að umræddur Ólafur Ragnar var í eðli sínu ádeila á taktlausa lúða og ætti ekki með neinu móti að taka hann sér til fyrirmyndar. En það gerðum við samt.

 

„Rúnturinn“

Að rúnta er menningarfyrirbrigði sem tíðkaðist í bæjum vítt og breitt um landið, jafnvel í höfuðborginni, en á sér engan jarðbundinn sess lengur. Að stökkva út í bíl hjá einstaklingi sem var nýgæddur bílprófi var sport út af fyrir sig og snerist gleðin sjaldnast um áfangastað (enda var hann ekki alltaf valinn) og meira um ferðalagið. Tónlist, félagsskapur og kæruleysi í aftursætinu, helst í fullum bíl, á meðan skautast er um á götum borgarinnar er góð tímaeyðsla í minningunni en ekki námsfólki boðleg lengur miðað við stöðugt rísandi eldsneytisverð. Þessa dagana ætti klassískur ísbíltúr að nægja.

Samræmd próf

Samræmd próf hafa lengi verið umdeild, jafnt og gagnlegt gildi þeirra. Til­gang­ur sam­ræmdra ­prófa er að at­huga, eft­ir því sem kost­ur er, að hvaða marki hæfniviðmiðum aðal­nám­skrár grunn­skóla hef­ur verið náð, vera leiðbein­andi um áhersl­ur í námi og veita upp­lýs­ing­ar um náms­stöðu nem­enda. Nú er þó liðinn sá tími þar sem áhersla í skólastarfi eigi helst að vera einstaklingsmiðað nám og ætti námsmatið að vera það líka að vissu leyti. Unga fólkið hefur nóg af stressi á sinni könnu og samræmd próf eiga að vera valkvæð.

Línuleg dagskrá

Þetta er alþjóðlegur vandi en engu að síður birtingarmynd tímaskekkju. Neytandinn er ekki hinn sami í dag og hann var fyrir tíma netsins og sítengingar. Á Íslandi voru áhorfendur sérstaklega háðir línulegri dagskrárgerð þegar stöðvar voru á pari við sama fjölda og önnur mannshöndin. Fólk skipulagði kvöldmat, hittinga, tiltektir og öll tilheyrandi húsverk í kringum þann tíma þegar uppáhalds sakamálaserían hófst á gefnum tíma eða nýjasti ærslaþátturinn úr vestræna heiminum. Nei, nútímaneytandinn vill hlutina og þættina sína hér og nú, á þeim tíma sem hann krefst. Línuleg dagskrá, bæði hér og víða, ætti að vera löngu komin í súginn.

Fegurðarsamkeppnir

Nýlega fór fram fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland þar sem þrjár drottningar voru krýndar. Ísland er talið vera land fallegasta kvenfólksins og því er erfitt að neita. Fegurðarsamkeppnir hafa um langt bil verið ákveðið heiðursmerki fyrir þær heppnu sem komast að, en þegar stimpill fallega kvenfólksins er víða þekktur fyrir, er engin þörf lengur á uppstillingum sem ýta enn fremur undir svonefnda heilbrigða líkamsmynd og fitusmánun. Sitt sýnist hverjum um hvað telst fallegt og hvað ekki og mælikvarði á fegurð er líklega frekar huglægur heldur en hlutlægur. Þessar keppnir verða alltaf gagnrýndar, en Ísland á að vita betur og ætti því að leggja þetta batterí alfarið niður. Kannski gætu þá aðrir farið að herma eftir okkur?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala
Fókus
Fyrir 1 viku

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið