fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Leikarinn Robert Forster látinn

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 12. október 2019 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Robert Forster er látinn, 78 ára að aldri.

Forster hóf leikaraferil sinn fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og komið fram í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ferill hans öðlaðist þó nýtt líf þegar hann var ráðinn í þriðju mynd leikstjórans Quentin Tarantino, Jackie Brown, og fékk Forster Óskarstilnefningu fyrir hlutverk hjartahlýja ábyrgðarmannsins Max Cherry. Tarantino hafði skrifað hlutverkið sérstaklega fyrir Forster á tímum þegar enginn framleiðandi vildi ráða leikarann í aðalhlutverk.

Meðal annarra hlutverka hans má nefna kvikmyndirnar Reflections in a Golden Eye, The Black Hole, Me, Myself & Irene, The Descendants, Mulholland Drive og Breaking Bad-kvikmyndina El Camino. Sú síðastnefnda var gefin út á streymisveituna Netflix á sama degi og leikarinn lést.

Samkvæmt umboðsmanni Forsters lést leikarinn í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu í Los Angeles eftir skammvinna baráttu við heilakrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig