fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Fókus

Hjörvar Ingi fór í fyrsta sinn á veiði 5 ára: „Þetta er kannski svona skólabókardæmi um mynd sem er falleg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Ingi hefur búið á Hornafirði allt sitt líf. Frá barnsaldri hefur hann veitt dýr og segir að veiði sé honum nánast í blóð borin. Hjörvar hefur tvisvar sinnum farið í veiðiferð til Afríku og skotið framandi dýr eins og gíraffa, antilópu og puntsvín.

Sjá einnig: Hjörvar Ingi stundar umdeilda „trophy“-veiði: „Þetta snýst ekkert endilega um það að drepa“

Hjörvar Ingi lýsir sér sjálfum sem „sveitasauði sem þekkir ekkert annað. Ég er veiðimaður, vinn sem sjómaður, vélstjóri. Ég ólst upp við veiði og hef verið í þessu allt mitt líf.“

Frá fjögurra ára aldri fylgdist Hjörvar áhugasamur með pabba sínum verka gæsir og önnur dýr í bílskúrnum heima.

„Þetta hefur verið meira og minna nánast mitt eina áhugamál frá upphafi og pabbi fékk nú ekkert alltaf frið fyrir manni þegar maður var yngri. Ég var farinn að tuða um það að fá að koma með á veiði þegar ég gat mögulega tjáð mig um það,“ segir Hjörvar.

Hjörvar Ingi þegar hann var fimm ára og hélt hann hefði skotið sína fyrstu gæs.

Meðan önnur börn gætu verið viðkvæm fyrir því að sjá dauð dýr var þetta hluti af uppeldi Hjörvars. Þegar hann var fimm ára fór hann í fyrsta skipti á veiði með pabba sínum, vopnaður dótariffli. Hann hélt hann hefði skotið sína fyrstu gæs, sem pabbi hans reyndar gerði. Hjörvar rifjar upp þessa hlýlegu æskuminningu og vísar í mynd sem hann á af sér frá þessum degi.

„Þetta er kannski svona skólabókardæmi um mynd sem er falleg. Það er ekki verið að veiða óhóflega, ein gæs og það sést alveg  hve hamingjan er yfir ljómandi á þessari mynd. Ég held það hafi verið alveg hundaheppni að þessi mynd hafi verið tekin, það er ekki sjálfsagt að menn eigi myndir af sér á svona augnablikum,“ segir Hjörvar.

Þú getur lesið viðtalið við Hjörvar Inga í heild sinni í helgarblaði DV.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fimm furðulegar lagasetningar

Fimm furðulegar lagasetningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán og Andrea giftu sig í miðjum heimsfaraldri: „Ég mæli með þessu ef ykkur leiðist“

Stefán og Andrea giftu sig í miðjum heimsfaraldri: „Ég mæli með þessu ef ykkur leiðist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vigdís er fegin að hafa djammað svona mikið: „Mikið um snertingar og líkamsvessar út um allt“

Vigdís er fegin að hafa djammað svona mikið: „Mikið um snertingar og líkamsvessar út um allt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jón Jónsson segir frá því þegar hann var í ástarsorg: „Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag“

Jón Jónsson segir frá því þegar hann var í ástarsorg: „Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag“
Fókus
Fyrir 1 viku

Klassa druslu slegið á frest

Klassa druslu slegið á frest
Fókus
Fyrir 1 viku

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“