fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Einelti, uppnám og árásir á tökustað Desperate Housewives: „Hann er árásargjarn á þann hátt. Hann fær brjálæðisköst“

Fókus
Laugardaginn 12. október 2019 21:00

Það gekk ekki áfallalaust að taka upp Aðþrengdar eiginkonur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðþrengdar eiginkonur, eða Desperate Housewives, komu fyrst á skjáinn þann 3. október árið 2004 á sjónvarpsstöðinni ABC, eða fyrir heilum fimmtán árum síðan. Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda og rökuðu til sín verðlaunum, en það var margt misjafnt sem var í gangi þegar slökkt var á myndavélunum.

1. Heitt í hamsi

Fyrsta vísbendingin um að ekki væri allt með felldu í herbúðum eiginkvennanna var þegar þær sátu fyrir á forsíðu Vanity Fair árið 2005 í kjölfar þess að sjónvarpsserían hlaut verðlaun á Golden Globe sem og leikkonan Teri Hatcher. Á forsíðu Vanity Fair stóð með stórum stöfum: „Þið trúið ekki hvað þurfti að gera til að ná þessari mynd!“ Í greininni í blaðinu lýsti blaðamaðurinn Ned Zeman vandræðunum við myndatökuna, en ónafngreindur aðili frá ABC var á staðnum til að tryggja að allt færi vel fram og að gengið væri að kröfum allra leikkvennanna. Meðal fyrirmæla var að Teri Hatcher mætti ekki vera í miðju myndarinnar og hún mætti ekki vera fyrst í búning eða förðun. Þrátt fyrir þessi fyrirmæli var Teri fyrst að heimsækja búningadeildina og hváði aðilinn frá ABC að þetta væri vandamál. „Ég er að fá skilaboð frá Evu [Longoria]. Þetta er ekki í lagi.“ Þegar allar leikkonurnar komu á settið fékk Marcia Cross að vita að Teri Hatcher ætti að sitja við hliðina á henni. Þá rauka Marcia af setti og öskraði á manneskjuna frá ABC að vinna „helvítis“ vinnuna sína. Eftir að greinin kom út sendi ABC frá sér fréttatilkynningu þar sem þetta var sagt „eitt, einangrað atvik“.

Forsíðan fræga.

2. Vildi hlutverk Susan

Það er erfitt að ímynda sér aðra leikkonu en Teri Hatcher í hlutverki Susan Mayer, en það var hins vegar leikkonan Julia Louis-Dreyfus sem vildi hlutverkið upprunalega. ABC töldu hana ekki passa, sem er kannski fínt því Julia fann sína hillu í þáttunum Veep.

3. Kom að lokuðum dyrum

Maðurinn á bak við Aðþrengdar eiginkonur, Marc Cherry, reyndi að selja CBS, NBC, Fox, HBO, Showtime og Lifetime seríuna en kom að lokuðum dyrum alls staðar. Frekar stór mistök, ef horft er í baksýnisspegilinn.

4. Heppinn

Charles McDougall fékk að leikstýra fyrsta þættinum [e. Pilot] því leikstjórinn sem átti að leikstýra honum hætti af því að hann fékk ekki einn að ráða leikaraliðinu.

5. Fékk ekki nöfnu

Þulurinn í þáttunum, og kveikjan að honum, heitir Mary Alice Young og er túlkuð af Brendu Strong. Persónan átti hins vegar upphaflega að heita Mary Alice Scott en var breytt vegna lagalegra ástæðna. „Ef fleiri en þrjár manneskjur í landinu heita þessu nafni er allt í góðu en maður þarf að breyta um nafn ef færri en þrjár heita því. Þá kom í ljós að það var aðeins ein Mary Alice Scott í landinu.“

6. Óskin sem aldrei varð

Þegar að leikarar voru valdir upprunalega hvöttu forsvarsmenn ABC Marc Cherry og hans lið til að ráða asíska konu í hlutverk nágranna sem var mjög hnýsinn. Var óskað eftir þessu til að koma á meira jafnvægi kynþátta í leikaraliðinu. Þessi ósk var ekki uppfyllt.

7. Fór í mál

Leikkonan Nicollette Sheridan fór á kostum sem Edie Britt í þáttunum. Þegar hún dó í þáttunum árið 2009 fór hún í mál við Marc Cherry og ABC og hélt því fram að Marc hefði ráðist á hana á tökustað, slegið hana í höfuðið á æfingu þann 24. september árið 2008. Í málsókninni hélt Nicollette því fram að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún sagði forsvarsmönnum ABC frá árásinni. Marc hafnaði ásökununum og var málinu vísað frá. Hins vegar kom margt áhugavert fram í vitnaleiðslum.

8. Dularfullt mál

Í vitnaleiðslum kom fram að Nicollette hefði verið síðasta manneskjan til að fá að vita að Edie Britt myndi deyja í fimmtu seríu. Að sjálfsögðu vissu forsvarsmenn ABC af ráðabrugginu en það sem meira var þá sagði Marc leikkonunum Evu Longoriu og Felicity Huffman frá þessu þegar að tökuliðið fagnaði hundraðasta þættinum, sem fór í loftið í janúar árið 2009. Þetta gerði Marc því Eva og Felicity sögðu honum að Nicollette hefði stungið upp á því að leikkonurnar myndu semja um laun sín sem hópur fyrir næstu seríu.

9. Vildi meira en afsökun

Marc sagði fyrir dómi að hann hefði beðið Nicollette afsökunar á atvikinu þar sem hann hefði komið henni í uppnám. Þegar hún hins vegar bað um aðra afsökunarbeiðni, sem og gjöf eða blóm, spyrnti hann við fótum. „Ég kom henni í uppnám og mér finnst ekki gott að koma leikkonunum mínum í uppnám. En þegar George [Perkins, aðalframleiðandi] sagði mér að hún vildi blóm sagði ég: „Nei, það þýðir eitthvað annað.“ Þannig að ég hafnaði því.“

Leikaraliðið fagnaði hundraðsta þættinum með köku.

10. Dökk mynd

Meðan á réttarhöldum stóð birtist grein í The Daily Beast þar sem fyrrverandi starfsmenn þáttanna máluðu dökka mynd af Marc Cherry. „Hann afklæðir þig fyrir framan starfsliðið. Hann ræðst á hugmyndir,“ sagði einn heimildarmaður ritsins. „Hann er árásargjarn á þann hátt. Hann fær brjálæðisköst.“

11. „Hann hatar konur“

Í sömu grein var því haldið fram að Marc Cherry og handritshöfundar stuðluðu að kynjamisrétti. „Hann hatar konur,“ sagði ein manneskja sem hafði unnið á tökustað. „Það er augljóst að hann elskar sæta, samkynhneigða menn, ekki konur.“ Annar heimildarmaður sagði að kvenkyns handritshöfundar fengju litlu að ráða um handrit þáttanna og þegar að væri verið að skrifa um hluti eins og meðgöngu, breytingaskeið kvenna og öldrun þá hlustaði Marc eingöngu á karlmennina í handritateyminu.

12. Engin kolvetni, takk

Það var ekki aðeins Marc Cherry sem fékk útreið í Daily Beast heldur einnig leikkonan Teri Hatcher. Að sögn heimildarmanns fauk í hana þegar karakter hennar, Susan, átti að vera ólétt og troða í sig stafla af pönnukökum. Teri vildi hins vegar ekki borða svona mikið af kolvetnum töku eftir töku og bað um að fá að borða bláber í staðinn. Þetta varð til skoðanaskipta á milli Teri og Marc sem endaði með því að Marc gaf sig að lokum.

13. Stakk þær í bakið

Þegar að tökum lauk árið 2012 gáfu leikkonurnar tökuliðinu kveðjugjöf. Hins vegar var nafn Teri Hatcher ekki að finna á kortinu. Gjáin á milli leikkvennanna og Teri virtist dýpka fyrir lokaseríuna þegar að Teri samdi ein um laun sín og útilokaði að leikkonurnar gætu samið sem hópur. TV Guide Magazine spurði Teri um þessa ákvörðun og hun svaraði: „Ég mun aldrei ljóstra upp sönnu og flóknu vegferðinni okkar allra saman en ég óska öllum góðs gengis.“

14. Lögð í einelti

Leikkonan Eva Longoria skrifaði bréf til dómarans í september á þessu ári þegar Felicity Huffman var ákærð í háskólasvindlsmálinu. Þá ljóstraði Eva upp að hún hefði lent í einelti á tökustað Aðþrengda eiginkvenna en nafngreindi ekki gerandann. „Ég kveið því þegar ég þurfti að vinna með þessari manneskju því þetta var algjört helvíti. Þangað til Felicity talaði við hrottann og sagði nóg komið. Felicity fann á sér að ég var kvíðin þótt ég hafi aldrei kvartað eða minnst á eineltið við nokkurn mann.“

15. Felicity alltaf kurteis

Marc Cherry skrifaði einnig bréf af sama tilefni og lýsti vandræðagemsa á setti sem glímdi við hegðunarvanda. Var þessi manneskja í leikaraliðinu og talaði ekki við aðra leikara á tökustað. Í bréfinu sagði hann að Felicity hafi aldrei stigið jafnlágt og þessi manneskja. „Felicity vildi samt bjóða þessari leikkonu góðan daginn, þó að hún vissi að hún fengi ekki svar. Ég komst að þessu og spurði Felicity út í þetta. Hún brosti og sagði: „Þó að þessi kona ákveði að vera ókurteis þýðir það ekki að ég get ekki verið kurteis.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Í gær

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“