fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Kristín Eva samdi ástarljóð til Sverris Bergmanns – Bjó í Mið-Austurlöndum: „Þetta var hálfpartinn eins og fangelsi“

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 11:00

Kristín Eva og Sverrir Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sverrir Bergmann syngur lagið „Þig ég elska“ þá syngur hann um kærustu sína Kristínu Evu Geirsdóttur. Kristín og Sverrir stungu saman nefjum í febrúar í fyrra. Hún segir frá ástarævintýri þeirra í viðtali við Fréttablaðið.

Þetta byrjaði allt saman þegar Sverrir sendi Kristínu Evu vinabeiðni á Facebook. „Við ákváðum að hittast og fórum á rúntinn eins og sautján ára unglingar,“ segir Kristín.

„Á laugardeginum fór ég svo að þrífa bílinn á bílaþvottastöð þar sem hann varð rafmagnslaus í miðri stöðinni en þá kom Sverrir og bjargaði mér úr klípunni. Síðan hef ég verið með honum á hverjum einasta degi enda féll ég kylliflöt fyrir honum.“

Kristín segist hafa gistið heima hjá Sverri kvöldið sem hann bjargaði sér úr bílaþvottastöðinni og aldrei gist annar staðar.

„Ég bara flutti strax inn til hans og seinna um sumarið fluttum við saman til Njarðvíkur. Við fundum svo sterkt að tilfinningin væri rétt og ég vissi um leið að Sverrir væri mín eina sanna ást. Fljótlega barst svo talið að barneignum og við vildum bæði eignast börn, ákváðum að prófa og eigum nú von á okkar fyrsta barni,“ segir Kristín.

„Sverrir er algjör dúlli og frábær að öllu leyti. Hann er ómótstæðilega heillandi, skemmtilegur og góður, lét mig hlæja frá fyrstu sekúndu og ég er enn síhlæjandi. Hann kann svo vel á mig, er með gott jafnaðargeð og núna er ég alveg „lost“ án hans,“ segir Kristín við Fréttablaðið.

Lífið í Katar

Eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði fór hún til Katar til að starfa sem flugfreyja. Hún bjó í Mið-Austurlöndum í þrjú ár og segir starfið hafa verið mjög erfitt.

„Suma mánuði vann maður 130 klukkustundir í loftinu en þá vorum við sóttar fjórum klukkustundum fyrir hvert flug en fengum ekki laun fyrr en við vorum komnar í loftið fjórum tímum síðar. Við þurftum að lúta útivistarbanni og fleiri höftum, og pabbi mátti ekki einu sinni heimsækja mig því hann var karlmaður. Ef flug var í vændum átti maður að vera kominn inn á herbergi fimmtán klukkustundum fyrr. Þetta var því hálfpartinn eins og fangelsi og í þjálfuninni leið mér stundum eins og ég væri að æfa fyrir herinn. Framkoman var líka allt önnur við flugmenn en flugfreyjur og gígantískur munur á launum þeirra, frelsi og vinnu. Þetta var því engin framtíðarvinna; maður lenti í ýmsu þarna úti og þurfti að passa sig,“ segir Kristín.

Samdi ljóð

Kristín Eva samdi ástarljóð til Sverris sem má lesa hér að neðan.

Á heimshornaflakki hamingju sveif,

hella og tinda, já, ég þá kleif.

Fann þó í hjarta mér holrúm breitt,

í hringiðu flakksins var líf mitt leitt.

Var aldrei þess vitandi hvers ég leitaði að,

vinarbeiðni á fésbók – hversu óvænt var það?

Fyllti mig gleði, fyllti mig ást,

furðulegt hvernig ég hætti að þjást.

Breytti minni skeifu í risastórt bros,

brosandi enn, þetta er endalaust gos.

Nú leit minni er lokið, ég legg mín spil á borð,

læt ég því fylgja mín lokaorð.

Heima með þér ég í hamingju svíf,

og hefur okkur nú tekist að skapa nýtt, lítið líf.

Ég ævinni hlakka til að eyða með þér,

enda þú nú orðinn hluti af mér.

Þú getur lesið viðtalið við Kristínu Evu í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum