fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

„Kína er gullnáma fyrir uppistand“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 11. október 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt við þetta land er ein stór kómedía. Sagan, landið, samfélagið. Þetta er svo mikið kaos.“

Þetta segir Helgi Steinar Gunnlaugsson, en hann gegnir störfum sem túlkur á daginn og uppistandari á kvöldin. Hann talar mandarín-kínversku reiprennandi og hefur sjálfur jafnvel flutt uppistand á því máli, þótt hann haldi sig að mestu við enskuna. Helgi bjó í Kína í fimm ár, lauk námi með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking og segir landið vera gullnáma fyrir uppistand.

 

Helgi er nýr gestur Föstudagsþáttarins Fókus og segir hann þar frá gráum svæðum húmors, umdeildum atvikum, tengslum sínum við samfélagsmiðla og ekki síst afskiptum kínverskra yfirvalda. Hann segir ekkert umræðuefni vera tabú að sínu mati, sérstaklega í ljósi umræðna um hvort fólk sé almennt viðkvæmara í dag fyrir beittu gríni en áður. „Við búum á mjög áhugaverðum tíma með stjórnmál um allan heim. Þetta er skrítinn tími til að vera uppistandari, en samt skemmtilegur líka. En því viðkvæmara sem málefnið er, því fyndnara þarf grínið að vera,“ segir hann.

 

Eins og veira

Þá rifjar Helgi upp uppistandssýningu í Úkraínu á síðasta ári og þar voru tvær ölvaðar rússneskar stúlkur í salnum að öskra á hann. „„Þegiðu! Farðu af sviðinu! Þú ert ekki fyndinn!“, sögðu þær. Ég spurði hvort þeim líkaði ekki sýningin mín og þær neituðu. Þá svaraði ég: Auðvitað ekki, þið eruð Rússar. Það eina sem ykkur finnst gaman er að berja samkynhneigða, segir Helgi.

„Af því að Rússar eru á steinöldinni þegar kemur að réttindum samkynhneigðra var þetta frekar auðvelt skot á þá. En í salnum situr blaðamaður Grapevine, strunsar út og segir á Facebook að gagnkynhneigður uppistandari hafi verið að grínast um að drepa samkynhneigt fólk í Rússlandi. Ég vissi ekki hvar ég átti að byrja, þetta var bara lygi.

Það voru margir lokaðir Facebook-hópar sem fréttu af þessu. Ég sýndi vídeóklippuna úr sýningunni á netinu og það kæfði þetta aðeins. Hefði ég ekki stoppað þetta af, þá hefði það áfram dreifst út að ég væri hómófóbískur. Þetta er samt það sem er svo hættulegt. Þegar eitthvað svona fer á netið og er ekki tékkað þá heldur þetta áfram eins og veira. Tæknin er orðin þannig að ein lygi getur spreðast út á örfáum mínútum.“

 

Skuggaleg þróun

Helgi var búsettur í Kína þegar hann ákvað að spreyta sig fyrst í gríninu á sviði og segir hann að landið muni ávallt eiga sérstakan sess í sínu hjarta. Hann veltir þó mikið fyrir sér þróuninni og uppganginum þar um þessar mundir og segir útlitið ekki gott.

„Þetta er rosalega stolt þjóð, en þessi tortryggni þeirra gagnvart Vesturlöndunum á sér alveg uppruna,“ segir Helgi og vísar í ópíumstríðin og svonefndu Öld niðurlægingarinnar, þegar Vesturlöndin hertóku Kína. „Þeir fengu versta díl mannkynssögunnar, stuttu eftir það ráðast Japanir inn og það er hreinlega fokkað í þeim í heila öld. Svo loksins þegar Maó tekur yfir og Kína verður kommúnistaríki er aftur sameinað. En ég hef áhyggjur af ástandinu núna.“

Þegar Xi Jinping tók við sem forseti Kína árið 2012 vonuðust margir, að sögn Helga, til að hann væri mikill endurbótasinni, með loforð um betri lýðræðisumbætur. Raunin reyndist þá vera öfug. „Kína virðist bara vera að hoppa um borð í þessa sömu lest og flestir aðrir í heiminum, hvort sem það er Vladimir Pútín, Rodrigo Duterte eða Donald Trump,“ segir Helgi. „Nú er búið að herða meira á netinu, fjölmiðlafrelsi og maður veit ekkert hvar þetta endar. Það er smá hroki kominn í þetta þjóðarstolt. Þetta er svolítið skuggalegt,“ segir Helgi.

 

Þáttinn má finna í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum