fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þekktur plötusnúður hélt hann myndi deyja: „Þegar við sáum loksins Ísland byrjuðu allir að klappa og fagna“

Fókus
Fimmtudaginn 10. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn Kaskade segir frá fyrstu Íslandsheimsókn sinni sem byrjaði vægast sagt mjög brösuglega, en á ákveðnum tímapunkti hélt hann að lífi sínu væri lokið.

Kaskade var á leið til Bandaríkjanna eftir að hafa klárað tónleikaferðalag um Evrópu. Hann var sofandi í flugvélinni þegar hann vaknaði við lykt af brenndu plasti. Hann segir frá atvikinu í færslu á Facebook.

„Fyrsta skiptið sem ég fór til Íslands þá kviknaði í flugvélinni,“ segir hann.

„Ég var sofandi þegar ég vaknaði við lykt af brenndu plasti. Það var augljóst að eitthvað væri virkilega að þegar aðalfarrýmið varð þokukennt og fylltist af reyk. Áður en hjartað mitt og ímyndunaraflið gat farið á fullt þá heyrðist DING og flugmaðurinn sagði að við ætluðum að neyðarlenda í Reykjavík. Ég hafði margar spurningar en sú stærsta var: Hvað er langt í Reykjavík?“

Kaskade sá farþega gráta og haldast í hendur. „Spurningin sem brann á vörum mér, er ég í alvöru að fara að deyja þetta síðdegi? Er þetta í alvöru endirinn því þetta virtist svo tilkomulítið,“ segir Kaskade.

„Að sjá annað fólk í svona miklu uppnámi hafði mikil áhrif á mig. Það gerði þetta raunverulegt. Ég bað um að sjá Naomi aftur og að sjá dætur mínar aftur. Ég horfði út um gluggann og eina sem ég sá var sjórinn. Þegar við sáum loksins land, þegar við sáum loksins Ísland, þá byrjuðu allir að klappa og fagna, eins og við værum stödd á fótboltaleik.“

Sem betur fer tókst flugvélinni að lenda örugglega á Íslandi og var farið með farþegana til Reykjavíkur.

„Fólk var að knúsa hvort annað, brosandi og hlægjandi, að deila sögum af því sem gerðist og upplýsingum. Ég sat í rútunni, með sólina skínandi í andlit mitt, og hugsaði hve heppinn ég væri að vera á lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“