fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Þekktur plötusnúður hélt hann myndi deyja: „Þegar við sáum loksins Ísland byrjuðu allir að klappa og fagna“

Fókus
Fimmtudaginn 10. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn Kaskade segir frá fyrstu Íslandsheimsókn sinni sem byrjaði vægast sagt mjög brösuglega, en á ákveðnum tímapunkti hélt hann að lífi sínu væri lokið.

Kaskade var á leið til Bandaríkjanna eftir að hafa klárað tónleikaferðalag um Evrópu. Hann var sofandi í flugvélinni þegar hann vaknaði við lykt af brenndu plasti. Hann segir frá atvikinu í færslu á Facebook.

„Fyrsta skiptið sem ég fór til Íslands þá kviknaði í flugvélinni,“ segir hann.

„Ég var sofandi þegar ég vaknaði við lykt af brenndu plasti. Það var augljóst að eitthvað væri virkilega að þegar aðalfarrýmið varð þokukennt og fylltist af reyk. Áður en hjartað mitt og ímyndunaraflið gat farið á fullt þá heyrðist DING og flugmaðurinn sagði að við ætluðum að neyðarlenda í Reykjavík. Ég hafði margar spurningar en sú stærsta var: Hvað er langt í Reykjavík?“

Kaskade sá farþega gráta og haldast í hendur. „Spurningin sem brann á vörum mér, er ég í alvöru að fara að deyja þetta síðdegi? Er þetta í alvöru endirinn því þetta virtist svo tilkomulítið,“ segir Kaskade.

„Að sjá annað fólk í svona miklu uppnámi hafði mikil áhrif á mig. Það gerði þetta raunverulegt. Ég bað um að sjá Naomi aftur og að sjá dætur mínar aftur. Ég horfði út um gluggann og eina sem ég sá var sjórinn. Þegar við sáum loksins land, þegar við sáum loksins Ísland, þá byrjuðu allir að klappa og fagna, eins og við værum stödd á fótboltaleik.“

Sem betur fer tókst flugvélinni að lenda örugglega á Íslandi og var farið með farþegana til Reykjavíkur.

„Fólk var að knúsa hvort annað, brosandi og hlægjandi, að deila sögum af því sem gerðist og upplýsingum. Ég sat í rútunni, með sólina skínandi í andlit mitt, og hugsaði hve heppinn ég væri að vera á lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.
Fókus
Í gær

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir

Nýjasta myndband bólulæknisins er rosalegt – Óvæntur endir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vigfús Bjarni: Þeim fjölskyldum gengur langbest sem ekki stunda hugsanalestur

Vigfús Bjarni: Þeim fjölskyldum gengur langbest sem ekki stunda hugsanalestur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“

Svona brást íslenska þjóðin við smitunum – „Varstu í alvöru að gera grín um kórónuveiruna?“