fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Jóhann Karl ætlar að opna áfangaheimili: Óþarfi að iðka trúarbrögð eða stunda hræðsluáróður í meðferð

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Karl Hallsson hefur farið á stað með söfnun á Karolina fund fyrir nýju áfangaheimili fyrir karlmenn á aldrinum 18-29 ára sem þurfa aðstoð við alkóhólisma og aðra fíknisjúkdóma, en Jóhann hefur þurft að kveðja marga góða vini út af þeim. Hann hyggst tileinka áfangaheimilið þrem vinum sínum sem hann kvaddi allt of snemma vegna fíknar þeirra.  Hann segir að allt of margir ungir fíklar séu að deyja á sama tíma og aldrei hafi verið jafn langur biðlisti eftir að komast í meðferð og einmitt nú. Markmiðið er að safna 9,5 milljónum króna.

Segir óþarfi að iðka trúarbrögð eða stunda hræðsluáróður í meðferð

Í samtali við DV segir Jóhann Karl að mörgum fíklum finnist það afar fráhrindandi að láta meðhöndla fíkn sína með að benda á að guð sé lausnin.

„Mörg áfangaheimili leggja ofuráherslu á að heimilismenn stundi samkomur þar sem fólk kemur saman og lofar guð. Hverjum og einum yrði frjálst að sækja þann styrk sem þau þurfa þangað sem þau kjósa. Hræðsluáróður er algengur í meðferðarúrræðum annars staðar að mati fíkla og mun heimilið ekki styðjast við slíkar aðferðir. Ég tel að margir fíklar og alkóhólistar verði verr haldnir af kvíða vegna þeirrar gríðarlegu pressu sem sett er á þá að klára sporin í AA samtökunum eða finna guð.
Sumir fíklar hafa kvartað undan því að líða verr eftir sum sporin í AA samtökunum enda er verið að kryfja oft alla atburði í ævi fíkilsins og held ég að ekki allir séu tilbúnir í það, né að það geri alltaf gott.“

Þó svo Jóhann Karl sé bara 24 ára hefur hann metnaðargjarnar hugmyndir um hvernig megi koma með ný meðferðarúrræði til að aðstoða fólk sem er að berjast við fíkn.

„Heimilið myndi sameina ný meðferðarúrræði eins og hugræna atferlismeðferð í bland við reglulega hreyfingu sem allir heimilismenn yrðu hvattir til að stunda. Það myndi einnig einblína á lausnir sem hafa annars staðar gefið góða raun til að laga andlega vanlíðan, eins og hreyfingu og hugleiðslu sem sannað hefur verið að bæti ýmislegt eins og þunglyndi eða kvíða. Vistmönnum verður gefið færi og hvattir til listsköpunar, hvort sem það er að búa til tónlist, myndlist eða eitthvað annað.“

„Rísum upp og gerum eitthvað áður en það verður of seint“

„Tíminn sem líður eftir að meðferð er lokið er gríðarlega mikilvægur í lífi fíkils eða alkóhólista. Heimilið gæti verið það sem bjargar og býr til öfluga manneskju í samfélaginu með mögulegum keðjuáhrifum á aðra sem glíma við fíknisjúkdóma. Rísum upp og gerum eitthvað áður en það verður of seint,“ segir Jóhann Karl.

Frekari upplýsingar um söfnun Jóhann Karls má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hildur Eir gefur út Líkn

Hildur Eir gefur út Líkn
Fókus
Í gær

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi