fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kristján Hrannar hlýtur styrk fyrir orgelverk um loftslagsbreytingar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2,0° eða Tvær gráður nefnist verk eftir organistann Kristján Hrannar Pálsson, sem hlaut styrk úr Tónmenntasjóði kirkjunnar á fimmtudaginn var. Tónmenntasjóður veitir styrki árlega og að þessu sinni hlutu 11 umsækjendur styrk, af 23. Aðrir sem hlutu styrki voru meðal annara Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, og Nótnaútgáfan Alvör fyrir íslensk kórverk.  Styrkirnir voru veittir við hátíðlega athöfn í Háteigskirkju.

Í dómnefnd sjóðsins sitja Hildigunnur Rúnarsdóttir fulltrúi STEFs, Hrafn Andrés Harðarson fulltrúi Rithöfundasambandsins og Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Tónmenntasjóður hefur verið starfræktur frá árinu 1974 og er tilgangur hans að efla og styrkja kirkjulega tónlist á Íslandi.

Kristján Hrannar hefur áður unnið tvær plötur með loftslagsbreytingar sem þema, Artic Take One og Sea Take One sem báðar eru aðgengilegar á Spotify. Þar spann hann lög beint á plötu og heitir hvert þeirra eftir borgum og bæjum á norðurslóðum sem hafa orðið fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Þá hélt hann erindi á Arctic Circle 2016 um tónlist og loftslagsbreytingar, og hvernig listamenn geta haft áhrif á hið pólitíska landslag.

,,Í rauninni ættu loftslagsmálin að vera aðaláhugamál hvers og eins. Mér finnst of lítið af list endurspegla þessa stærstu hættu okkar tíma. Pönkhljómsveitir sungu um kjarnorkuvána, hvers vegna syngja svona fáir um stærstu umhverfiskatastrófu sögunnar? Ég vil að tónlistin sé stöðugt í eyrunum á fólki. Alltaf.“

Kristján Hrannar Pálsson starfar í dag sem organisti og kórstjóri hjá Óháða söfnuðinum. Hann stofnaði Óháða kórinn í mars á seinasta ári og hefur komið víða við í popp-, folk-, og raftónlist, bæði sem laga- og textahöfundur og söngvari. Hann starfaði með folkrokkhljómsveitinni 1860 um nokkurt skeið og sendi frá sér rafskotna sólóplötu árið 2013.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“
Fókus
Í gær

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra