fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Mæðgur vilja breyta sýn fólks á Downs – Brosið bræðir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Suzanne Crockett og dætur hennar, Grace og Lily, komu til Íslands í desember. Ástæðan fyrir Íslandsheimsókninni voru fréttir um tíðni þungunarrofs hér á landi á fóstrum sem greinast með Downs-heilkenni, en Lily, sem er tvítug og elsta barn Mary , er með Downs.

Mæðgurnar sögðu í viðtali við Fréttablaðið 5. janúar, að þær hafi hreinlega brotnað niður þegar þær heyrðu þessar fréttir, en fullyrt var í umræddum fréttum að fóstrum með Downs væri eytt í næstum hundrað prósentum tilvika hér á landi. Fréttirnar báru fyrirsagnir á borð við „Landið þar sem Downs er að hverfa“ og fóru sem eldur í sinu um heimsbyggðina.

Upphaflega stóð til að Lily kæmi hingað með klappstýruhópi sínum, en það breyttist þegar WOW air hætti beinu flugi til heimaborgar þeirra, St. Louis. Þær mæðgur ákváðu hins vegar að ferðast þrjár til Íslands.

„Við komum til Íslands til þess að sýna að Downs- heilkennið er ekki alslæmt,“ segir Mary. „Lily er með greiningu, ekki skilgreiningu.“

Þær mæðgur gerðu víðreist meðan á Íslandsdvölinni stóð, líkt og sjá má í myndbandinu. Þær fóru í heimsókn á Landspítalann, þar sem Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi á kvennadeild útskýrði fyrir þeim að fréttirnar væru rangar og hefðu verið tekar úr samhengi. Einnig fóru þær í viðtal við Fréttablaðið og í heimsókn til Sólheima.

Auk þess skoðuðu þær hefðbundna ferðamannastaði líkt og Bláa lónið, Gullfoss, Hallgrímskirkju og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband
Fókus
Í gær

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum