fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Jón Gnarr var á undan Öldu Karen: Svona losnar þú við sjálfsvígshugsanir – Sjáðu myndbandið

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hefur verið talað um fátt annað en Öldu Karen Hjaltalín og vafasama heimspeki hennar. Færri vita þó að Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, kynnti svo gott sem nákvæmlega sama boðskap í þáttunum Mér er gamanmál með Frímanni Gunnarssyni.

Alda Karen sagði í liðinni viku að lausnin við fjölgun sjálfsvíga á Íslandi væri að viðkomandi segði einfaldlega við sjálfan sig „ég er nóg“. Hafa sérfræðingar dregið í efa hæfni hennar til að ráðleggja fólki með andleg veikindi, einnig það siðferðislega álitamál hvort það eigi að taka fé fyrir slíkt. Einnig hefur hún hvatt fólk til þess að kyssa peninga. En Alda hefur einnig fengið stuðning héðan og þaðan, síðast frá Óttari Guðmundssyni geðlækni.

Umræddir þættir voru sýndir árið 2010 og í þeim ræddi Gunnar Hansson, í gervi Frímanns, við þekktust grínista Norðurlandanna. Þar á meðal voru til að mynda Frank Hvam úr Klovn og svo Jón Gnarr. Grínistarnir léku ávallt ýktari útgáfu af sjálfum sér í þáttunum, Hvam var til að mynda gífurlega stoltur af „blowjobmaskine“ sem hann hafði fundið upp.

Jón var hins vegar talsvert upptrekktari en hann er í raun. Á einum tímapunkti í þættinum spyr Frímann Jón hvort hann upplifi þunglyndi. Svar Jóns var að hann væri hættur því og minnir útskýring hans talsvert á boðskap Öldu Karenar. Á einum stað miðar Jón Gnarr byssu að höfði sér og segir síðan:

„Hefur þú hugleitt það að svipta þig lífi? Veistu hvað ráðið er við því? Hættu því. Það er nákvæmlega svo einfalt.“

Það atriði úr þættinum hjá sjá hér fyrir neðan en leikstjóri þáttanna, Ragnar Hansson, deildi þáttunum í fullri lengd á Vimeo fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“