fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

„Ég er fegurðardrottning“ – Fegurðardrottningar Íslands fyrr og nú

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðarsamkeppnir hafa farið fram á Íslandi frá því árið 1950 þegar fyrsta Ungfrú Ísland-keppnin var haldin í skemmtigarðinum Tívolí í Vatnsmýrinni. Aðgangseyrinn átti að nota til hinna ýmsu verkefna, meðal annars til að lagfæra lóðina í kringum Iðnó.

Sigurvegarar keppninnar (eða aðrar hlutskarpar stúlkur) hafa síðan farið og keppt í keppnum erlendis, eins og Ungfrú Heimur, Ungfrú Evrópa, Ungfrú Skandinavia, Ungfrú Alheimur og Miss International.

Fegurð íslenskra kvenna er rómuð um allan heim og eigum við fallegustu konur í heimi, sé miðað við hina alþekktu höfðatölu. Árangur fegurðardrottninga okkar erlendis staðfestir það, til dæmis þrjár Ungfrú Heimur. Hér eru til taldar nokkrar af fegurstu konum fyrri ára.

Sú fyrsta

Kolbrún Jónsdóttir myndhöggvari var fyrsta Ungfrú Ísland, 1950. Fyrir kjörið hafði hún hlotið fyrstu verðlaun í myndhöggvaralist við Mills College í Kaliforníu þar sem hún lærði höggmyndalist. Kolbrún lést árið 1971.

Kolbrún Jónsdóttir

Sú myndvæna

Sigríður Geirsdóttir vann keppnina 1959, ári síðar varð hún í þriðja sæti og vann titilinn Miss Photogenic í fyrstu Miss International-keppninni.

Sirrý Geirs

Alheimsfegurð

Þrír Ungfrú Heimur-titlar hafa fallið íslenskum fegurðardrottningum í skaut.

Hólmfríður Karlsdóttir (árið 1985) var hvorki kjörin Ungfrú Reykjavík né Ungfrú Ísland, en hún lenti í 2. sæti í keppninni. Hún fór hins vegar fyrir Íslands hönd í Ungfrú Heimur og vann eftirminnilega. Hófí dró sig alfarið úr sviðsljósinu um leið og hún skilaði kórónunni, hún vann sem leikskólakennari þegar hún vann titilinn og sneri aftur í það starf og sinnir því enn.

DV 28.05.1985

Linda Pétursdóttir (árið 1988) var kjörin Ungfrú Austurland og Ungfrú Ísland, og sigraði síðan í Ungfrú Heimur. Leið Lindu lá síðan í heilsugeirann, hún stofnaði Baðhúsið, heilsurækt fyrir konur. Í haust tók Linda við stjórn Miss World á Íslandi og valdi fulltrúa Íslands í keppninni sem fór fram í Kína í desember.

DV 24.05.1988
DV 18.11.1988

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir (árið 2005) var kjörin Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland. Móðir hennar, Unnur Steinsson, var Ungfrú Ísland 1983, þá gengin þrjá mánuði á leið með Unni Birnu. Unnur Birna lærði síðan lögfræði og starfar í dag sem lögfræðingur.

DV 23.05.2005
DV 12.12.2005

Frá fegurð í sviðsljósið

Margar þeirra sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum völdu að vera áfram í sviðsljósinu, en þó á öðrum vettvangi. Sem dæmi má nefna Bryndísi Schram (1957) sem varð landsmönnum að góðu kunn sem umsjónarkona Stundarinnar okkar, leikkona og sendiherrafrú með meiru, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur (1995) sem er í dag framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur (2001) sem gerðist fjölmiðlakona áður en hún dró sig í hlé, Manuelu Ósk Harðardóttur (2002) sem er í dag eigandi Miss Universe á Íslandi og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur (2003) fjölmiðlakonu.

Bryndís Schram nýkjörin

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

 

Morgunblaðið 20.04.2002/skjáskot timarit.is

 

 

 

 

 

DV 29.05.2003

Aðrar fegurðarsamkeppnir hafa einnig verið haldnar hér á landi; Ungfrú Hollywood, Elite-fyrirsætukeppnin, Miss Universe og fleiri.

Ungfrú Hollywood

Ólafur Laufdal skemmtistaðakonungur rak skemmtistaðinn Hollywood í Ármúla 5, frá 2. mars 1978 til 1987. Staðurinn var mjög vinsæll og oftast smekkfullur, sérhæfði hann sig í diskótónlist, tískusýningum og glamúr.
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Hollywood var haldin 1979–1990 og síðasta fegurðardrottningin sem valin var þar, var Elín Reynisdóttir, sem í dag er förðunardama á RÚV.

 

Miss Universe
Árin 1956–2016 kepptu stúlkur úr Ungfrú Ísland í Miss Universe. Árið 2016 varð keppnin sjálfstæð keppni hér heima undir stjórn Manuelu Óskar Harðardóttur, sem valin var Ungfrú Ísland 2003, hún varð í 2. sæti í Ungfrú Skandinavia en tók ekki þátt í Ungfrú Heimur vegna veikinda. Meðeigandi og meðstjórnandi hennar er Jorge Esteban.

Þrjár stúlkur hafa unnið keppnina: Hildur María Leifsdóttir (2016), Arna Ýr Jónsdóttir (2017), sem var valin Ungfrú Ísland tveimur árum áður, og Katrín Lea Elenudóttir (2017).

Katrín Lea, Arna Ýr og Hildur María

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“