fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tvöföld sýningaropnun í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:30

Kolbeinn Hugi, Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 17. janúar opna tvær fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu. Einkasýningar listamannanna Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar sem báðar eru staðsettar í sýningarsal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu og bergmála sín á milli. Báðar rannsaka þær samband okkar við umhverfið, fólk og hluti í fortíð og nútíð en listamennirnir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum.


Með sýningunni ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR glímir Bjarki Bragason við áhrif nærumhverfisins á hann sjálfan, og aðra, á nánast umhverfisfræðilegan hátt meðan Kolbeinn Hugi nýtir sér framúrstefnu og vísindaskáldskap til að fletta dulunni af mögulegri framtíð með Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Í gegnum tíðina hafa leiðir þeirra Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar títt legið saman en þetta er í fyrsta sinn sem þeir opna samhliða sýningar í sama rýminu. Opnunin hefst kl. 18 og eru allir velkomnir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum

Lína Birgitta segir ríkja misskilning um starf áhrifavalda – Segir góðan pening í samfélagsmiðlum
Fókus
Í gær

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband
Fókus
Í gær

Ingibjörg læknaði sjálfa sig og gekk hringveginn á innan við ári

Ingibjörg læknaði sjálfa sig og gekk hringveginn á innan við ári
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varafyllingar tröllríða landanum – Sjáið fyrir og eftir myndirnar: „Þetta er ekki áhættulaus aðgerð“

Varafyllingar tröllríða landanum – Sjáið fyrir og eftir myndirnar: „Þetta er ekki áhættulaus aðgerð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Ver verður afi

Magnús Ver verður afi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann