fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Plastskeiðar og búningaveisla – Aðdáendahátíð tileinkuð einni bestu verstu mynd allra tíma

Fókus
Sunnudaginn 13. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís stendur að heljarinnar aðdáendaveislu tileinkaðri hrakfallaverkinu The Room ásamt Íslandsvininum Greg Sestero, sem lék hin víðfræga Mark í költ-myndinni. Sestero mætir til Íslands í þriðja sinn og verður sérstakur heiðursgestur aðdáendaveislunnar sem fer fram föstudaginn 18. og laugardaginn 19. janúar.

Margir hverjir kannast við nafnið Tommy Wiseau, en hann leikstýrði, skrifaði, framleiddi og lék aðalhlutverkið í The Room. Myndin er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn) þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum. Þar draga áhorfendur hana sundur og saman í háði á sama tíma og þeir undra sig á því hvernig hægt er að gera svona góða vonda mynd.

Á föstudeginum mun Greg frumsýna nýjustu mynd sína Best F(r)iends: Volume II sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau, en þetta er beint framhald Best F(r)iends: Volume I sem einnig verður sýnd á undan til að hita upp fyrir lokakaflann í þessum einstaka kvikmyndabálk sem vinirnir Greg og Tommy hafa skapað um vinskap sem fer út af sporinu vegna græðgi, haturs og afbrýðisemi.

Greg mun kynna báðar myndir fyrir sýningar ásamt því að taka þátt í spurt og svarað eftir frumsýninguna á Volume II.

Laugardagurinn mun alfarið snúast um The Room, þar sem verður Pub Quiz tilvitnunarkeppni ásamt því að blásið verður til búningakeppni og hægt verður að taka upp stuttar senur úr myndinni í galleríi Bíó Paradísar. Veitt verða verðlaun seinna um kvöldið fyrir bestu búningana og senurnar. Einnig verður sýnd heimildarmyndin A Night Inside The Room og í beinu framhaldi mun Greg vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda.

Hápunktur kvöldsins sem allir hafa að sjálfsögðu beðið eftir verður einstök partí-þáttökusýning á The Room þar sem plastskeiðar og háfleygar setningar munu fljúga um salinn í sönnum anda myndarinnar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband

Grýtt með sítrónu og strunsaði af sviðinu – Kenna Beyoncé um – Myndband
Fókus
Í gær

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum