fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sólborg tekur sér frí frá Fávitum – „Nauðsynlegt að kúpla mig út eftir að hafa verið í daglegum samskiptum um ofbeldi“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir söng- og leikkona hjá Áttuni stofnaði aðfang á Instagram undir nafninu Fávitar. Með stofnun síðunnar vildi Sólborg opna fyrir umræðuna á það að kynferðisleg áreitni sé aldrei í lagi. Bauð hún fólki að senda sér skjáskot af áreiti sem þau hafi lent í og deilir Sólborg þeim opinberlega á síðunni. Á síðunni má sjá fjöldann allan af ljótum skilaboðum sem fólk um land allt hefur fengið sent til sín.

Í gær greindi Sólborg frá því að síðunni að hún ætlaði að taka sér tímabundna pásu.

„Mér fannst nauðsynlegt að kúpla mig út eftir að hafa verið í daglegum samskiptum um ofbeldi og huga að andlegu jafnvægi hjá sjálfri mér. Ég treysti á að þið hin takið slaginn fyrir okkur á meðan. Ég kem aftur einn daginn.“

View this post on Instagram

❤️

A post shared by Fávitar (@favitar) on

„Þetta eru samskipti sem fólk gæti ekki ímyndað sér að væru að eiga sér stað. Þetta er allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir,“ sagði Sólborg í söfnunarþætti Stígamóta, Allir krakkar. Sagði hún að vandamálið væri orðið það rótgróið í samfélaginu að fólk væri farið að líta á það sem norm. Það væri mikilvægt að gera sér grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Rita Ora mun líklegast ekki koma fram á Secret Solstice: „Við fréttum það í gær eða fyrradag“

Rita Ora mun líklegast ekki koma fram á Secret Solstice: „Við fréttum það í gær eða fyrradag“
Fókus
Í gær

Er þetta heimskulegasta atriðið sem hefur komist áfram í America’s Got Talent?

Er þetta heimskulegasta atriðið sem hefur komist áfram í America’s Got Talent?